Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2016 15:25 Leikarinn Vin Diesel hefur verið einn af aðalmönnunum að baki Fast & Furious-seríunnar en áætlað er að 520 milljónir verði endurgreiddar úr ríkissjóði vegna framleiðslu á hluta myndarinnar hér á landi. Vísir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gerir ráð fyrir 300 milljóna króna hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar hér á landi í ár. Þetta kemur fram greinargerð frumvarps iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi en verði það að lögum mun endurgreiðsluhlutfallið hækka úr 20 prósentum í 25 prósent. RÚV sagði fyrst frá innihaldi frumvarpsins. Er þessi hækkun rakin til óvenju stórra verkefna hér á landi í ár og er sjónvarpsþáttaserían Ófærð og kvikmyndin Fast 8 sérstaklega tilgreind í greinargerðinni.Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiF. Gary Gray er leikstjóri hasarmyndarinnar Fast 8 hefur birt nokkrar myndir frá tökustað hér á landi.Mynd/InstagramFast 8 fær 520 milljónir í endurgreiðslu Áætlar ráðuneytið að verja 1,3 milljörðum króna vegna endurgreiðslna úr ríkissjóði en þar af eru um 40 prósent vegna stórmyndarinnar Fast 8. Það þýðir að Fast 8 mun fá 520 milljónir króna úr ríkissjóði. Sé miðað við að 520 milljónirnar séu 20 prósenta endurgreiðsla vegna framleiðslukostnaðar hér á landi má áætla að heildarkostnaður við tökur á myndinni hér á landi nemi 2,6 milljörðum króna.Sjá einnig: Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af upptökustaðÍ greinargerð frumvarpsins kemur fram að endurgreiðslurnar til Fast 8 séu um 75 prósentum hærri en endurgreiðslur þess verkefni sem næst því kemst í umsvifum frá því endurgreiðslukerfinu var komið á. Má því áætla að endurgreiðslur vegna þess verkefnis hafi numið tæpum 300 milljónum króna.Latibær og Walter MittyÁ vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands má finna tölur um endurgreiðslur frá árinu 2001 til ársins 2015. Aðeins er hægt að skoða hversu mikið ríkið endurgreiddi frá árunum 2001 til 2011 en frá 2012 til ársins 2015 er hægt að sjá hversu mikið einstök verkefni fengu. Samkvæmt þeim lista hefur fjórða sería Latabæjar fengið hæstu endurgreiðsluna, 288 milljónir króna, en kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty fékk 275 milljónir króna árið 2014. Má því reikna með að kostnaður vegna framleiðslu á Ben Stiller-myndinni hafi numið 1.375 milljónum króna.200 milljónir í Ófærð Í frumvarpi ráðherra kemur fram að áætlaðar endurgreiðslur vegna Ófærðar nemi 200 milljónum króna en má því áætla að kostnaðurinn við framleiðslu þáttaraðarinnar í fyrra hafi numið um einum milljarði króna.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.vísir/vilhelm1,3 milljarðar Í greinargerðinni kemur fram að gert sé ráð fyrir 1.137 milljónum króna til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, en þar af eru um 30 milljónir króna rekstrarkostnaður. Nemur því endurgreiðslan um 1.107 milljónum og bætist þar við 300 milljóna króna tímabundin hækkun vegna væntanlegra verkefna. Þá kemur fram að ekki sé ástæða til að ætla að þessi upphæð, 1,3 milljarður króna, gefi rétta mynd af endurgreiðslum framtíðarinnar en meðaltalið sé um 950 milljónir króna á ári. Á þeim forsendum myndi 25 prósenta hækkun nema um 240 milljónum króna og heildarkostnaðurinn við endurgreiðslur um 1.200 milljónir króna á ári. Það er því mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að verði frumvarpið óbreytt að lögum megi gera ráð fyrir að kostnaður vegna endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi verði um 1.200 milljónum króna árið 2017 sem er um 60 milljónum krónum hærra en framlag fjárlaga ársins 2016.Noregur hækkaði í 25 prósent Er bent á að þrátt fyrir að sótt hafi verið um endurgreiðslur á árinu 2016 sem nema hærri fjárhæð en framlag ársins er það þó alveg ljóst að ekki verður greitt meira en sem nemur fjárveitingu Alþingis. Er bent á lagaeimildir ráðherra til að fresta endurgreiðslum sem kunna að vera umfram fjárveitingar Alþingis hverju sinni. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er sögð til að tryggja að Ísland verði áfram samkeppnishæft sem tökustaður kvikmynda, og efli þannig innlenda menningu og kynningu á sögu lands og náttúru. Er nefnt að í janúar 2016 tóku í gildi lög um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í Noregi. Kerfið líkist íslenska kerfinu að miklu leyti en hlutfall endurgreiðslunnar er 25 prósent. Tengdar fréttir Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af upptökustað Upptökur fara þessa dagana fram í Mývatnssveit. 7. mars 2016 17:40 Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Vin Diesel-bollur til sölu á Skaganum Mikil spenna á Akranesi yfir tökum á Fast 8, segir yfirbakari í Kallabakaríi. 2. mars 2016 12:58 Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53 Fyrstu Fast & Furious bílarnir komnir í Mývatnssveit Meðal bílanna er Lamborghini Murchielago. 1. mars 2016 11:24 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gerir ráð fyrir 300 milljóna króna hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar hér á landi í ár. Þetta kemur fram greinargerð frumvarps iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi en verði það að lögum mun endurgreiðsluhlutfallið hækka úr 20 prósentum í 25 prósent. RÚV sagði fyrst frá innihaldi frumvarpsins. Er þessi hækkun rakin til óvenju stórra verkefna hér á landi í ár og er sjónvarpsþáttaserían Ófærð og kvikmyndin Fast 8 sérstaklega tilgreind í greinargerðinni.Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiF. Gary Gray er leikstjóri hasarmyndarinnar Fast 8 hefur birt nokkrar myndir frá tökustað hér á landi.Mynd/InstagramFast 8 fær 520 milljónir í endurgreiðslu Áætlar ráðuneytið að verja 1,3 milljörðum króna vegna endurgreiðslna úr ríkissjóði en þar af eru um 40 prósent vegna stórmyndarinnar Fast 8. Það þýðir að Fast 8 mun fá 520 milljónir króna úr ríkissjóði. Sé miðað við að 520 milljónirnar séu 20 prósenta endurgreiðsla vegna framleiðslukostnaðar hér á landi má áætla að heildarkostnaður við tökur á myndinni hér á landi nemi 2,6 milljörðum króna.Sjá einnig: Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af upptökustaðÍ greinargerð frumvarpsins kemur fram að endurgreiðslurnar til Fast 8 séu um 75 prósentum hærri en endurgreiðslur þess verkefni sem næst því kemst í umsvifum frá því endurgreiðslukerfinu var komið á. Má því áætla að endurgreiðslur vegna þess verkefnis hafi numið tæpum 300 milljónum króna.Latibær og Walter MittyÁ vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands má finna tölur um endurgreiðslur frá árinu 2001 til ársins 2015. Aðeins er hægt að skoða hversu mikið ríkið endurgreiddi frá árunum 2001 til 2011 en frá 2012 til ársins 2015 er hægt að sjá hversu mikið einstök verkefni fengu. Samkvæmt þeim lista hefur fjórða sería Latabæjar fengið hæstu endurgreiðsluna, 288 milljónir króna, en kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty fékk 275 milljónir króna árið 2014. Má því reikna með að kostnaður vegna framleiðslu á Ben Stiller-myndinni hafi numið 1.375 milljónum króna.200 milljónir í Ófærð Í frumvarpi ráðherra kemur fram að áætlaðar endurgreiðslur vegna Ófærðar nemi 200 milljónum króna en má því áætla að kostnaðurinn við framleiðslu þáttaraðarinnar í fyrra hafi numið um einum milljarði króna.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.vísir/vilhelm1,3 milljarðar Í greinargerðinni kemur fram að gert sé ráð fyrir 1.137 milljónum króna til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, en þar af eru um 30 milljónir króna rekstrarkostnaður. Nemur því endurgreiðslan um 1.107 milljónum og bætist þar við 300 milljóna króna tímabundin hækkun vegna væntanlegra verkefna. Þá kemur fram að ekki sé ástæða til að ætla að þessi upphæð, 1,3 milljarður króna, gefi rétta mynd af endurgreiðslum framtíðarinnar en meðaltalið sé um 950 milljónir króna á ári. Á þeim forsendum myndi 25 prósenta hækkun nema um 240 milljónum króna og heildarkostnaðurinn við endurgreiðslur um 1.200 milljónir króna á ári. Það er því mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að verði frumvarpið óbreytt að lögum megi gera ráð fyrir að kostnaður vegna endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi verði um 1.200 milljónum króna árið 2017 sem er um 60 milljónum krónum hærra en framlag fjárlaga ársins 2016.Noregur hækkaði í 25 prósent Er bent á að þrátt fyrir að sótt hafi verið um endurgreiðslur á árinu 2016 sem nema hærri fjárhæð en framlag ársins er það þó alveg ljóst að ekki verður greitt meira en sem nemur fjárveitingu Alþingis. Er bent á lagaeimildir ráðherra til að fresta endurgreiðslum sem kunna að vera umfram fjárveitingar Alþingis hverju sinni. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er sögð til að tryggja að Ísland verði áfram samkeppnishæft sem tökustaður kvikmynda, og efli þannig innlenda menningu og kynningu á sögu lands og náttúru. Er nefnt að í janúar 2016 tóku í gildi lög um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í Noregi. Kerfið líkist íslenska kerfinu að miklu leyti en hlutfall endurgreiðslunnar er 25 prósent.
Tengdar fréttir Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af upptökustað Upptökur fara þessa dagana fram í Mývatnssveit. 7. mars 2016 17:40 Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Vin Diesel-bollur til sölu á Skaganum Mikil spenna á Akranesi yfir tökum á Fast 8, segir yfirbakari í Kallabakaríi. 2. mars 2016 12:58 Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53 Fyrstu Fast & Furious bílarnir komnir í Mývatnssveit Meðal bílanna er Lamborghini Murchielago. 1. mars 2016 11:24 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af upptökustað Upptökur fara þessa dagana fram í Mývatnssveit. 7. mars 2016 17:40
Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Vin Diesel-bollur til sölu á Skaganum Mikil spenna á Akranesi yfir tökum á Fast 8, segir yfirbakari í Kallabakaríi. 2. mars 2016 12:58
Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32
Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53
Fyrstu Fast & Furious bílarnir komnir í Mývatnssveit Meðal bílanna er Lamborghini Murchielago. 1. mars 2016 11:24