Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2016 21:45 Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum siðareglum þingmanna í samhengi við mál dagsins í dag. Vísir Siðareglur Alþingismanna voru samþykktar á þingi í dag. Reglurnar hafa verið í vinnslu frá því fljótlega eftir að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við árið 2009 en voru lagðar fram á síðasta þingi.Reglurnar eru í tuttugu liðum en í þeim er meðal annars kveðið á um að þingmenn skuli við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra. Skipti þá engu hvort hagsmunirnir séu tengdir fjölskyldu þeirra eða persónulegir, raunverulegir eða hugsanlegir. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi, skuli hann upplýsa um þá. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vekur sérstaklega athygli á 8. grein reglnanna, sem kveður á um þetta, á Facebook-síðu sinni í dag. Gera má því skóna að Svandís sé með því að vísa til máls Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, sem var mikið rætt á þingi í dag."8. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða...Posted by Svandís Svavarsdóttir on 16. mars 2016Anna Sigurlaug, sem jafnan er kölluð Anna Stella, greindi frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Hún segir félagið alfarið í hennar eigu og að það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vekur sérstaklega athygli á 8. grein reglnanna á Facebook-síðu sinni í dag.Vísir/GVAGreint var frá því í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjum, þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola, og að það hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, alls um 500 milljónir. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins, gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim.“ Ummæli Björns Vals vöktu mikla gremju stjórnarþingmanna, innan jafnt sem utan þingsals.Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem gagnrýnt hefur Björn Val fyrir ummælin.Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, hefur prívat og persónulega tekið að sér að losa VG við þau 2,9% sem...Posted by Karl Garðarsson on 16. mars 2016Orðrétt segir í 8. grein siðareglnanna: „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir. Leysa skal úr slíkum málum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“Anna Sigurlaug, sem jafnan er kölluð Anna Stella, greindi frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Vísir/ValliFram hefur komið á Kjarnanum í dag að sá miðill hafi ítrekað beint fyrirspurnum til upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, eða fjölskyldur þeirra, ættu eignir erlendis. Forsætisráðuneytið neitaði að svara fyrirspurnunum. Anna Stella Pálsdóttir er með ríkustu konum landsins. Hún segir í Facebook-færslunni frá í gær umræðu um persónuleg mál sín og fjölskyldu sinnar í samhengi við störf forsætisráðherra byrjaða „enn og aftur.“ Hún segist því vilja hafa „staðreyndirnar réttar,“ vilji fólk ræða mál hennar á annað borð. Í lok færslunnar kallar hún eftir því að fólk gefi „Gróu á Leiti smá frí.“ Fjármál Önnu Stellu hafa ekki verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu en samkvæmt heimildum Vísis er færslan sett inn nú til að bregðast við umræðu um félagið sem komið hefur upp allra síðustu daga. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Siðareglur Alþingismanna voru samþykktar á þingi í dag. Reglurnar hafa verið í vinnslu frá því fljótlega eftir að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við árið 2009 en voru lagðar fram á síðasta þingi.Reglurnar eru í tuttugu liðum en í þeim er meðal annars kveðið á um að þingmenn skuli við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra. Skipti þá engu hvort hagsmunirnir séu tengdir fjölskyldu þeirra eða persónulegir, raunverulegir eða hugsanlegir. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi, skuli hann upplýsa um þá. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vekur sérstaklega athygli á 8. grein reglnanna, sem kveður á um þetta, á Facebook-síðu sinni í dag. Gera má því skóna að Svandís sé með því að vísa til máls Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, sem var mikið rætt á þingi í dag."8. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða...Posted by Svandís Svavarsdóttir on 16. mars 2016Anna Sigurlaug, sem jafnan er kölluð Anna Stella, greindi frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Hún segir félagið alfarið í hennar eigu og að það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vekur sérstaklega athygli á 8. grein reglnanna á Facebook-síðu sinni í dag.Vísir/GVAGreint var frá því í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjum, þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola, og að það hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, alls um 500 milljónir. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins, gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim.“ Ummæli Björns Vals vöktu mikla gremju stjórnarþingmanna, innan jafnt sem utan þingsals.Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem gagnrýnt hefur Björn Val fyrir ummælin.Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, hefur prívat og persónulega tekið að sér að losa VG við þau 2,9% sem...Posted by Karl Garðarsson on 16. mars 2016Orðrétt segir í 8. grein siðareglnanna: „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir. Leysa skal úr slíkum málum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“Anna Sigurlaug, sem jafnan er kölluð Anna Stella, greindi frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Vísir/ValliFram hefur komið á Kjarnanum í dag að sá miðill hafi ítrekað beint fyrirspurnum til upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, eða fjölskyldur þeirra, ættu eignir erlendis. Forsætisráðuneytið neitaði að svara fyrirspurnunum. Anna Stella Pálsdóttir er með ríkustu konum landsins. Hún segir í Facebook-færslunni frá í gær umræðu um persónuleg mál sín og fjölskyldu sinnar í samhengi við störf forsætisráðherra byrjaða „enn og aftur.“ Hún segist því vilja hafa „staðreyndirnar réttar,“ vilji fólk ræða mál hennar á annað borð. Í lok færslunnar kallar hún eftir því að fólk gefi „Gróu á Leiti smá frí.“ Fjármál Önnu Stellu hafa ekki verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu en samkvæmt heimildum Vísis er færslan sett inn nú til að bregðast við umræðu um félagið sem komið hefur upp allra síðustu daga.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48