Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2016 13:38 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, á félagið Wintris Inc. sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjum. vísir/Valli Félagið Wintris Inc. sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, lýsti um 500 milljóna króna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Um að ræða tvær kröfur upp á tæpar 174 milljónir króna í slitabú Landsbankans og þrjár kröfur í slitabú Kaupþings. Þær kröfur hljóða upp á 43.195.450 krónur, 43.456.402 krónur og 134.134.079. Kröfurnar þrjár í slitabú Kaupþings nema því rúmlega 220 milljónum króna. Þá er félagið jafnframt með kröfu í slitabú Glitnis upp á eina milljón svissneskra franka en sé miðað við gengi gjaldmiðla daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008, nemur krafan 100 milljónum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hversu mikið, ef eitthvað, fékkst greitt upp í kröfur félagsins en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum varðandi það. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Félagið heldur utan um fjölskylduarf hennar en Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfur Önnu er þaðan kominn. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum en er í fjárstýringu hjá útibúi Credit Suisse í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Jóhannes Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka.Uppfært klukkan 14.20: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að kröfur Wintris hafi hljóðað upp á 400 milljónir króna. Þá lágu ekki fyrir upplýsingar um kröfur í slitabú Glitnis en fréttin hefur nú verið uppfærð í samræmi við upplýsingar sem bárust um það. Panama-skjölin Tengdar fréttir Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Félagið Wintris Inc. sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, lýsti um 500 milljóna króna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Um að ræða tvær kröfur upp á tæpar 174 milljónir króna í slitabú Landsbankans og þrjár kröfur í slitabú Kaupþings. Þær kröfur hljóða upp á 43.195.450 krónur, 43.456.402 krónur og 134.134.079. Kröfurnar þrjár í slitabú Kaupþings nema því rúmlega 220 milljónum króna. Þá er félagið jafnframt með kröfu í slitabú Glitnis upp á eina milljón svissneskra franka en sé miðað við gengi gjaldmiðla daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008, nemur krafan 100 milljónum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hversu mikið, ef eitthvað, fékkst greitt upp í kröfur félagsins en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum varðandi það. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Félagið heldur utan um fjölskylduarf hennar en Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfur Önnu er þaðan kominn. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum en er í fjárstýringu hjá útibúi Credit Suisse í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Jóhannes Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka.Uppfært klukkan 14.20: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að kröfur Wintris hafi hljóðað upp á 400 milljónir króna. Þá lágu ekki fyrir upplýsingar um kröfur í slitabú Glitnis en fréttin hefur nú verið uppfærð í samræmi við upplýsingar sem bárust um það.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent