Rúmlega 140 þúsund uppsagnir á einu ári Sæunn Gísladóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Á síðastliðnu ári var tilkynnt um niðurfellingu 140 þúsund starfa hjá stærstu bönkum Evrópu og Bandaríkjanna. Enn er beðið tilkynninga um hópuppsagnir hjá bæði Barclays og BNP Paribas. Auk þess sem nokkrir bankar hafa nú þegar gefið það út að þeir muni segja upp stórum hluta starfsmanna sinna á árinu, þó ekki liggi fyrir hve margir það verða. Á Íslandi bendir hins vegar lítið til mikillar fækkunar meðal starfsmanna viðskiptabanka landsins. Hjá sumum þeirra fjölgaði starfsfólki á árinu 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir skýringuna ef til vill liggja í því að á Íslandi hafi fjármálafyrirtæki tekið út mjög kröftuglegan niðurskurð beint í kjölfar fjármálakreppunnar, á meðan bankar víða annars staðar héldu lengur út.HSBC er sá banki sem tilkynnti á síðasta ári um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund störf.Vísir/EPAÍ vikunni var greint frá því að Royal Bank of Scotland hefði ákveðið að segja upp þúsund starfsmönnum á næstu misserum. Ákvörðunin var tekin vegna skipulagsbreytinga til að lækka rekstrarkostnað, og er hluti af þróun sem hefur átt sér stað undanfarið árið. Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna hafa áform um að segja upp allt að tíu til tuttugu prósentum starfsfólks á næstu fjórum árum. Allt frá nokkur hundruð starfsmönnum upp í tugi þúsunda. HSBC er sá banki sem hefur tilkynnt um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund á komandi árum. Þessi gríðarlegi niðurskurður bætist ofan á þá hálfu milljón bankamanna sem The Financial Times áætlar að hafa misst störf sín á fyrstu fimm árunum eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Niðurskurður virðist einkum vera viðvarandi á fjárfestingarsviði bankanna sem og meðal verðbréfamiðlara. Auk þess sem sumir bankar, þeirra á meðal RBS, eru að draga úr fjölda ráðgjafa sem veita fjárfestingarráðgjöf og vélvæða ráðgjöfina að ákveðnu leyti. Mikill niðurskurður átti sér stað á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008, starfsmönnum viðskiptabanka og sparisjóða fækkaði um tæplega tuttugu og fimm prósent milli áranna 2007 og 2009. Á síðastliðnum árum hefur hins vegar dregið verulega úr niðurskurði og hafa tilkynningar um hópuppsagnir ekki borist. Stöðugildum hjá Arion banka fjölgaði um 11 á árinu 2015, eða úr 865 í árslok 2014 í 876 í árslok 2015, á meðan stöðugildum hjá Íslandsbanka fækkaði einungis um 36 frá árslokum 2014 til ársloka 2015.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, telur að hluti skýringarinnar á þessum mismun sé sá mikli niðurskurður sem átti sér stað hér á landi strax í kjölfar efnahagshrunsins. „Bankar á Íslandi tóku þetta mjög kröftuglega út í kjölfar hrunsins, enda voru þeir neyddir til að gera það. Á meðan bankar víða annars staðar héldu út lengur, þeir lentu í miklum erfiðleikum, en hafa verið að taka þetta út seinna, ég held að það sé örugglega meginskýringin,“ segir Guðjón. „Á Íslandi hefur einnig orðið jöfn og þétt fækkun eftir hrun sem hefur ekki síður lotið að útibúakerfinu, en útibúum hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum. Þó það hafi verið hagræðing í fjármálakerfinu, þá mun hún halda áfram. Fólk er alltaf að leita nýrra leiða til hagræðingar í rekstri. En við tókum stærri skerf af skellinum en aðrir á þessum tíma,“ segir hann. Guðjón bendir einnig á að langstærstur hluti þeirra starfsmanna sem misstu störf sín árið 2008 var sá sem tengdist fjárfestingarbankastarfsemi. „Margir af þessum erlendu bönkum sem eru að tilkynna um uppsagnir núna eru stórir bankar með mikinn fókus á fjárfestingarstarfsemi. Hér á landi minnkaði sú starfsemi verulega í kjölfar efnahagshrunsins. Nú þegar hert hefur að fjármálamörkuðum heimsins þá hafa þessir stóru bankar sem hafa verið með uppsafnaða þörf í smá tíma gripið til aðgerða sem voru tímabærar,“ segir Guðjón Rúnarsson. Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Mynd/aðsend. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Á síðastliðnu ári var tilkynnt um niðurfellingu 140 þúsund starfa hjá stærstu bönkum Evrópu og Bandaríkjanna. Enn er beðið tilkynninga um hópuppsagnir hjá bæði Barclays og BNP Paribas. Auk þess sem nokkrir bankar hafa nú þegar gefið það út að þeir muni segja upp stórum hluta starfsmanna sinna á árinu, þó ekki liggi fyrir hve margir það verða. Á Íslandi bendir hins vegar lítið til mikillar fækkunar meðal starfsmanna viðskiptabanka landsins. Hjá sumum þeirra fjölgaði starfsfólki á árinu 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir skýringuna ef til vill liggja í því að á Íslandi hafi fjármálafyrirtæki tekið út mjög kröftuglegan niðurskurð beint í kjölfar fjármálakreppunnar, á meðan bankar víða annars staðar héldu lengur út.HSBC er sá banki sem tilkynnti á síðasta ári um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund störf.Vísir/EPAÍ vikunni var greint frá því að Royal Bank of Scotland hefði ákveðið að segja upp þúsund starfsmönnum á næstu misserum. Ákvörðunin var tekin vegna skipulagsbreytinga til að lækka rekstrarkostnað, og er hluti af þróun sem hefur átt sér stað undanfarið árið. Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna hafa áform um að segja upp allt að tíu til tuttugu prósentum starfsfólks á næstu fjórum árum. Allt frá nokkur hundruð starfsmönnum upp í tugi þúsunda. HSBC er sá banki sem hefur tilkynnt um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund á komandi árum. Þessi gríðarlegi niðurskurður bætist ofan á þá hálfu milljón bankamanna sem The Financial Times áætlar að hafa misst störf sín á fyrstu fimm árunum eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Niðurskurður virðist einkum vera viðvarandi á fjárfestingarsviði bankanna sem og meðal verðbréfamiðlara. Auk þess sem sumir bankar, þeirra á meðal RBS, eru að draga úr fjölda ráðgjafa sem veita fjárfestingarráðgjöf og vélvæða ráðgjöfina að ákveðnu leyti. Mikill niðurskurður átti sér stað á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008, starfsmönnum viðskiptabanka og sparisjóða fækkaði um tæplega tuttugu og fimm prósent milli áranna 2007 og 2009. Á síðastliðnum árum hefur hins vegar dregið verulega úr niðurskurði og hafa tilkynningar um hópuppsagnir ekki borist. Stöðugildum hjá Arion banka fjölgaði um 11 á árinu 2015, eða úr 865 í árslok 2014 í 876 í árslok 2015, á meðan stöðugildum hjá Íslandsbanka fækkaði einungis um 36 frá árslokum 2014 til ársloka 2015.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, telur að hluti skýringarinnar á þessum mismun sé sá mikli niðurskurður sem átti sér stað hér á landi strax í kjölfar efnahagshrunsins. „Bankar á Íslandi tóku þetta mjög kröftuglega út í kjölfar hrunsins, enda voru þeir neyddir til að gera það. Á meðan bankar víða annars staðar héldu út lengur, þeir lentu í miklum erfiðleikum, en hafa verið að taka þetta út seinna, ég held að það sé örugglega meginskýringin,“ segir Guðjón. „Á Íslandi hefur einnig orðið jöfn og þétt fækkun eftir hrun sem hefur ekki síður lotið að útibúakerfinu, en útibúum hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum. Þó það hafi verið hagræðing í fjármálakerfinu, þá mun hún halda áfram. Fólk er alltaf að leita nýrra leiða til hagræðingar í rekstri. En við tókum stærri skerf af skellinum en aðrir á þessum tíma,“ segir hann. Guðjón bendir einnig á að langstærstur hluti þeirra starfsmanna sem misstu störf sín árið 2008 var sá sem tengdist fjárfestingarbankastarfsemi. „Margir af þessum erlendu bönkum sem eru að tilkynna um uppsagnir núna eru stórir bankar með mikinn fókus á fjárfestingarstarfsemi. Hér á landi minnkaði sú starfsemi verulega í kjölfar efnahagshrunsins. Nú þegar hert hefur að fjármálamörkuðum heimsins þá hafa þessir stóru bankar sem hafa verið með uppsafnaða þörf í smá tíma gripið til aðgerða sem voru tímabærar,“ segir Guðjón Rúnarsson. Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Mynd/aðsend.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira