Í síðasta þætti af Ísland Got Talent kom í ljós hvað keppendur komust áfram í næstu umferð og fá tækifæri í beinni útsendingu á Stöð 2.
Það var greinilegt að ákvörðunin var dómurunum erfið og völdu þau að lokum 22 atriði áfram, með allskonar krókaleiðum.
Sjá einnig: Þessi atriði komust áfram í Ísland Got Talent
Dómararnir fengu það í gegn að lokum að fá inn einn aukakeppanda inn í hópinn og fengu þau Ágústa Eva og Jakob Frímann það hlutverk að heimsækja einn keppanda sem hafði áður fengið þær fréttir að hún væri ekki á leiðinni áfram.
Þau komu henni Thelmu heldur betur á óvart og tilkynntu henni að hún væri komin áfram í undanúrslitin. Thelmu fékk mikið sjokk þegar dómararnir mættu heim til hennar en atvikið má sjá neðst í fréttinni.
Nú stendur yfir miðasala á miði.is fyrir þá þætti sem verða í beinni útsendingu en fyrsti þátturinn verður næstkomandi sunnudag klukkan 19:10 á Stöð 2. Sigurvegarinn í Ísland Got Talent 3 fær tíu milljónir króna.