Nýtt tímarit bætist við flóruna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. mars 2016 10:00 Nýtt tímarit hefur bæst í flóruna á íslenskum tímaritamarkaði. Vísir/Anton „Við erum að miða að erlendum ferðamönnum en hingað til lands kemur fjöldi manns á hverjum degi og okkur finnst vera kominn tími til að tengja túrismann við verslanirnar og varpa ljósi á hvað Íslendingar eru að gera margt fjölbreytilegt og spennandi. Þessi heimur er kannski búinn að vera svolítið lokaður fyrir ferðamönnum þar sem það hefur verið lítið um efni á ensku varðandi lífsstíl og tísku en þess má geta að allar þær vörur sem við drögum fram í blaðinu má finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavík Fashion and Design. Reykjavík Fashion and Design er nýtt lífsstíls- og tískutímarit sem fjallar um brot af því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða varðandi tísku, menningu og hönnun. Blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og er gefið út á ensku. „Blaðið er á leiðinni í verslanir og ætti að vera komið í flestar bókabúðir og aðrar verslanir um allt land fyrir helgi. Svo ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak enda á þetta tímarit auðvitað líka við þá sem eru búsettir hérlendis,“ segir Ingibjörg aðspurð hvenær og hvar fólk geti nálgast tímaritið. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum viðtölum, þar sem ritstjórnin leggur áherslu á vandað efni. Markmið blaðsins er að kynna Reykjavík sem spennandi borg og vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreytilegri menningu. „Við tökum Grandann og það svæði fyrir í þessu fyrsta tölublaði og segjum frá þeirri grósku sem á sér stað þar. Einnig prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir forsíðuna hjá okkur en hún hefur síðastliðin sex ár þróað og hannað sínar eigin húðvörur. Hún hlaut einmitt styrk nýverið til þess að halda áfram með þróun á nýjum vörum sem er ótrúlega spennandi,“ segir Ingibjörg. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Við erum að miða að erlendum ferðamönnum en hingað til lands kemur fjöldi manns á hverjum degi og okkur finnst vera kominn tími til að tengja túrismann við verslanirnar og varpa ljósi á hvað Íslendingar eru að gera margt fjölbreytilegt og spennandi. Þessi heimur er kannski búinn að vera svolítið lokaður fyrir ferðamönnum þar sem það hefur verið lítið um efni á ensku varðandi lífsstíl og tísku en þess má geta að allar þær vörur sem við drögum fram í blaðinu má finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavík Fashion and Design. Reykjavík Fashion and Design er nýtt lífsstíls- og tískutímarit sem fjallar um brot af því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða varðandi tísku, menningu og hönnun. Blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og er gefið út á ensku. „Blaðið er á leiðinni í verslanir og ætti að vera komið í flestar bókabúðir og aðrar verslanir um allt land fyrir helgi. Svo ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak enda á þetta tímarit auðvitað líka við þá sem eru búsettir hérlendis,“ segir Ingibjörg aðspurð hvenær og hvar fólk geti nálgast tímaritið. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum viðtölum, þar sem ritstjórnin leggur áherslu á vandað efni. Markmið blaðsins er að kynna Reykjavík sem spennandi borg og vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreytilegri menningu. „Við tökum Grandann og það svæði fyrir í þessu fyrsta tölublaði og segjum frá þeirri grósku sem á sér stað þar. Einnig prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir forsíðuna hjá okkur en hún hefur síðastliðin sex ár þróað og hannað sínar eigin húðvörur. Hún hlaut einmitt styrk nýverið til þess að halda áfram með þróun á nýjum vörum sem er ótrúlega spennandi,“ segir Ingibjörg.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira