Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 13:20 Hannes Bjarnason bauð sig fram til forseta árið 2012 en lítið hefur heyrst frá honum síðan, þar til nú. Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira