SA telja gjaldtöku hagkvæmustu leiðina jón hákon halldórsson skrifar 9. mars 2016 09:15 Landeigendur rukkuðu fyrir aðgang að Geysi um stutta hríð. vísir/Pjetur Gjaldtaka er hagkvæmasta leiðin til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Það að landeigendum verði gert mögulegt að taka gjald skapar jákvæðan hvata fyrir þá til að hámarka virði landsins til lengri tíma. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, sem gefur í dag út skýrslu um ferðaþjónustuna. „Gjaldtaka yfirhöfuð er að okkar mati besta leiðin til að hámarka arðinn af auðlindinni og ekki síst til að vernda náttúruna af því að þá fer hagur landeigenda saman með náttúruvernd. Því að landeigandinn hefur þá hvata til þess að vel sé farið með landið og það þoli þann átroðning. Hann getur þá stýrt gjaldinu eftir því sem landið leyfir,“ segir Óttar Snædal, einn skýrsluhöfunda.Óttar Snædal segir miklu skipta að ferðamönnum finnist þeir hafa fengið eitthvað fyrir peninginn.mynd/saÍ skýrslunni er líka bent á að þessi leið stuðli að því að ferðamenn sem sannarlega njóta landsins greiði fyrir það. Þá er bent á að möguleikar til gjaldtöku skapi líka hvata fyrir frumkvöðla og eigendur lands sem lítið er sótt til að byggja upp sína staði og auglýsa þá. Slíkt sé til þess fallið að dreifa álaginu betur milli landssvæða og auka svigrúm fyrir frekari vöxt í ferðamennsku. Greint er frá því að þegar ferðamönnum til Íslands er skipt eftir þjóðerni kemur fram að mestur vöxtur hefur verið í fjölda ferðamanna frá Bretlandi og Bandaríkjunum, sem hefur allt að fimmfaldast á síðustu sex árum. Þrátt fyrir að krónan hafi styrkst töluvert frá því að virði hennar nánast helmingaðist árið 2008 hafi hún ekki styrkst gagnvart pundi og dollar. Ísland sé því enn hlutfallslega ódýrt fyrir notendur þessara gjaldmiðla miðað við það sem var fyrir hrun. Í skýrslunni kemur fram að niðurstöður rannsóknar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins benda til þess að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi sé svo mikill að styrking krónunnar hafi enn sem komið er ekki teljandi áhrif á ferðaþjónustuna. „Við erum einfaldlega orðin það umtöluð og það er það mikill vöxtur í öðrum þáttum sem ýta undir ferðaþjónustuna á Íslandi,“ segir Óttar. Engu að síður er dýrt að ferðast um á Íslandi og Óttar segir að verð skipti vissulega máli. Þegar ferðamenn eru spurðir séu góð tilboð eða það að komast á áfangastað fyrir ásættanlegt verð eitt af því sem skiptir mestu máli við val á áfangastaðnum. „Það skiptir máli og maður þekkir það sjálfur þegar maður velur áfangastaði að maður horfir alltaf til verðs líka. Til að vernda þennan vöxt þá verðum við að huga að því að gera það á sjálfbæran hátt.“ Hann bendir á að launahækkanir muni auka verðþrýsting. Einkum í ferðaþjónustu sem sé mannaflsfrek atvinnugrein. Óttar segir að upplifun ferðamanna skipti líka máli. „Það skiptir ekki síður máli að ferðamönnum finnist eins og áfangastaðurinn sé peninganna virði. Af því að meðmæli og umfjöllun á netinu, allt þetta upplýsingaflæði, skiptir gríðarlega miklu máli.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gjaldtaka er hagkvæmasta leiðin til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Það að landeigendum verði gert mögulegt að taka gjald skapar jákvæðan hvata fyrir þá til að hámarka virði landsins til lengri tíma. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, sem gefur í dag út skýrslu um ferðaþjónustuna. „Gjaldtaka yfirhöfuð er að okkar mati besta leiðin til að hámarka arðinn af auðlindinni og ekki síst til að vernda náttúruna af því að þá fer hagur landeigenda saman með náttúruvernd. Því að landeigandinn hefur þá hvata til þess að vel sé farið með landið og það þoli þann átroðning. Hann getur þá stýrt gjaldinu eftir því sem landið leyfir,“ segir Óttar Snædal, einn skýrsluhöfunda.Óttar Snædal segir miklu skipta að ferðamönnum finnist þeir hafa fengið eitthvað fyrir peninginn.mynd/saÍ skýrslunni er líka bent á að þessi leið stuðli að því að ferðamenn sem sannarlega njóta landsins greiði fyrir það. Þá er bent á að möguleikar til gjaldtöku skapi líka hvata fyrir frumkvöðla og eigendur lands sem lítið er sótt til að byggja upp sína staði og auglýsa þá. Slíkt sé til þess fallið að dreifa álaginu betur milli landssvæða og auka svigrúm fyrir frekari vöxt í ferðamennsku. Greint er frá því að þegar ferðamönnum til Íslands er skipt eftir þjóðerni kemur fram að mestur vöxtur hefur verið í fjölda ferðamanna frá Bretlandi og Bandaríkjunum, sem hefur allt að fimmfaldast á síðustu sex árum. Þrátt fyrir að krónan hafi styrkst töluvert frá því að virði hennar nánast helmingaðist árið 2008 hafi hún ekki styrkst gagnvart pundi og dollar. Ísland sé því enn hlutfallslega ódýrt fyrir notendur þessara gjaldmiðla miðað við það sem var fyrir hrun. Í skýrslunni kemur fram að niðurstöður rannsóknar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins benda til þess að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi sé svo mikill að styrking krónunnar hafi enn sem komið er ekki teljandi áhrif á ferðaþjónustuna. „Við erum einfaldlega orðin það umtöluð og það er það mikill vöxtur í öðrum þáttum sem ýta undir ferðaþjónustuna á Íslandi,“ segir Óttar. Engu að síður er dýrt að ferðast um á Íslandi og Óttar segir að verð skipti vissulega máli. Þegar ferðamenn eru spurðir séu góð tilboð eða það að komast á áfangastað fyrir ásættanlegt verð eitt af því sem skiptir mestu máli við val á áfangastaðnum. „Það skiptir máli og maður þekkir það sjálfur þegar maður velur áfangastaði að maður horfir alltaf til verðs líka. Til að vernda þennan vöxt þá verðum við að huga að því að gera það á sjálfbæran hátt.“ Hann bendir á að launahækkanir muni auka verðþrýsting. Einkum í ferðaþjónustu sem sé mannaflsfrek atvinnugrein. Óttar segir að upplifun ferðamanna skipti líka máli. „Það skiptir ekki síður máli að ferðamönnum finnist eins og áfangastaðurinn sé peninganna virði. Af því að meðmæli og umfjöllun á netinu, allt þetta upplýsingaflæði, skiptir gríðarlega miklu máli.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira