Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Una Sighvatsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 12:30 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif." Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif."
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39
Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00