Hefur ekki áhyggjur af klofningi í röðum Pírata Una Sighvatsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 20:00 Píratar eru ósáttir við að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hafi verið þrengt þannig að hlutfall kjósenda sem geti krafist þeirra hækki um helming, úr 10% í 15%. Sömuleiðis setja píratar spurningamerki við að orðalagi í auðlindaákvæði sé breytt þannig að í stað þess að ríkið taki „fullt gjald“ fyrir nýtingu auðlinda, sé nú talað um að ríkið taki „að jafnaði eðlilegt“ auðlindagjald.Samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar munu 15% kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var hlutfallið 10%.Á opnum umræðufundi pírata í dag um tillögur stjórnarskrárnefndar töluðu sumir gegn því að tillögur stjórnarskrárnefndar verði samþykktar, þar sem þær gangi ekki nógu langt. Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pírata og varaformaður þingflokksins segir að um mikilvæg atriði sé að ræða og því sé eðlilegt að umræða eigi sér stað. Hann ítrekaði fundinum að óháð þessum tillögum þá muni píratar beita sér fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það hefur margkomið fram úr okkar röðum að sama hvað verður um okkar mál þá vilja Píratar nýja stjórnarskrá. Það er alveg á hreinu," segir Helgi Hrafn í samtali við fréttastofu.Þorvaldur Gylfason segir að stjórnarskrá sé viðkvæmt og umdeilt efni sem verði aldrei afgreidd í fullri sátt.Meðal þeirra sem gagnrýndi tillögurnar hvað harðast í dag var Þorvaldur Gylfason, fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Hann segir alveg ljóst í sínum huga að tillögur stjórnarskrárnefndar séu miklum mun lakari en samsvarandi ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs. Þá er hann þeirrar skoðunar að þinginu sé ekki heimilt að breyta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. „Þessar breytingar sem fulltrúar flokkanna í þessari stjórnarskrárnefnd hafa komið sér saman um eru róttækar efnisbreytingar og þær eru allar til hagsbóta fyrir óbreytt ástand. Það er þess vegna sem ég tel að ekkert komi til greina annað en samþykkt þeirrar stjórnarskrár, sem fólkið samþykkti sem grundvöll í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Og sem betur fer þá er þetta óhaggaða atriði í stefnuskrá stærsta stjórnmálaflokksins, sem eru Píratar,“ segir Þorvaldur.Mjög skiptar skoðanir voru á opnum kynningar- og umræðufundi Pírata um tillögur stjórnarskrárnefndar í dag.Píratar hafa ekki tekið efnislega afstöðu til þess ennþá hvort þingmenn þeirra muni greiða atkvæði með frumvörpum stjórnarskrárnefndar á Alþingi. „Það fer auðvitað eftir því hvernig umræðunni lýkur um það hvort þessar tillögur eru til bóta eða ekki,“ segir Helgi Hrafn.En er hætta á því að ágreiningur um tillögur stjórnarskrárnefndar verði til þess að kljúfa þá fjöldahreyfingu sem Píratar eru nú orðnir? „Veistu, ég verð að viðurkenna og segja alveg eins og er að ég hef ekki mikinn áhuga á að velta því fyrir mér," segir hann og bætir við að það hafi alltaf verið skiptar skoðanir, ágreinings mál „og alls konar drama“ meðal pírata en ákvarðanatakan stjórnist ekki af því. „Þetta snýst um að taka réttar ákvarðanir út frá grunngildum flokksins og gera það með sem lýðræðislegum hætti. Það hvort það valdi klofningi er bara ekki eitthvað sem að mínu mati allavega skiptir máli í því samhengi. Við verðum bara að reyna að gera þetta eins vel og við getum og svo verður bara að gerast það sem gerist.“ Alþingi Tengdar fréttir Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30 Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Píratar eru ósáttir við að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hafi verið þrengt þannig að hlutfall kjósenda sem geti krafist þeirra hækki um helming, úr 10% í 15%. Sömuleiðis setja píratar spurningamerki við að orðalagi í auðlindaákvæði sé breytt þannig að í stað þess að ríkið taki „fullt gjald“ fyrir nýtingu auðlinda, sé nú talað um að ríkið taki „að jafnaði eðlilegt“ auðlindagjald.Samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar munu 15% kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var hlutfallið 10%.Á opnum umræðufundi pírata í dag um tillögur stjórnarskrárnefndar töluðu sumir gegn því að tillögur stjórnarskrárnefndar verði samþykktar, þar sem þær gangi ekki nógu langt. Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pírata og varaformaður þingflokksins segir að um mikilvæg atriði sé að ræða og því sé eðlilegt að umræða eigi sér stað. Hann ítrekaði fundinum að óháð þessum tillögum þá muni píratar beita sér fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það hefur margkomið fram úr okkar röðum að sama hvað verður um okkar mál þá vilja Píratar nýja stjórnarskrá. Það er alveg á hreinu," segir Helgi Hrafn í samtali við fréttastofu.Þorvaldur Gylfason segir að stjórnarskrá sé viðkvæmt og umdeilt efni sem verði aldrei afgreidd í fullri sátt.Meðal þeirra sem gagnrýndi tillögurnar hvað harðast í dag var Þorvaldur Gylfason, fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Hann segir alveg ljóst í sínum huga að tillögur stjórnarskrárnefndar séu miklum mun lakari en samsvarandi ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs. Þá er hann þeirrar skoðunar að þinginu sé ekki heimilt að breyta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. „Þessar breytingar sem fulltrúar flokkanna í þessari stjórnarskrárnefnd hafa komið sér saman um eru róttækar efnisbreytingar og þær eru allar til hagsbóta fyrir óbreytt ástand. Það er þess vegna sem ég tel að ekkert komi til greina annað en samþykkt þeirrar stjórnarskrár, sem fólkið samþykkti sem grundvöll í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Og sem betur fer þá er þetta óhaggaða atriði í stefnuskrá stærsta stjórnmálaflokksins, sem eru Píratar,“ segir Þorvaldur.Mjög skiptar skoðanir voru á opnum kynningar- og umræðufundi Pírata um tillögur stjórnarskrárnefndar í dag.Píratar hafa ekki tekið efnislega afstöðu til þess ennþá hvort þingmenn þeirra muni greiða atkvæði með frumvörpum stjórnarskrárnefndar á Alþingi. „Það fer auðvitað eftir því hvernig umræðunni lýkur um það hvort þessar tillögur eru til bóta eða ekki,“ segir Helgi Hrafn.En er hætta á því að ágreiningur um tillögur stjórnarskrárnefndar verði til þess að kljúfa þá fjöldahreyfingu sem Píratar eru nú orðnir? „Veistu, ég verð að viðurkenna og segja alveg eins og er að ég hef ekki mikinn áhuga á að velta því fyrir mér," segir hann og bætir við að það hafi alltaf verið skiptar skoðanir, ágreinings mál „og alls konar drama“ meðal pírata en ákvarðanatakan stjórnist ekki af því. „Þetta snýst um að taka réttar ákvarðanir út frá grunngildum flokksins og gera það með sem lýðræðislegum hætti. Það hvort það valdi klofningi er bara ekki eitthvað sem að mínu mati allavega skiptir máli í því samhengi. Við verðum bara að reyna að gera þetta eins vel og við getum og svo verður bara að gerast það sem gerist.“
Alþingi Tengdar fréttir Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30 Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30
Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39
Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00