Körfubolti

Ótrúleg frammistaða hjá Davis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Davis komst í hóp með góðum mönnum í gær.
Davis komst í hóp með góðum mönnum í gær. vísir/getty
Anthony Davis átti langbesta leik ferilsins í gær er hann skoraði 59 stig og reif niður 20 fráköst.

Þessi geggjaða frammistaða hans skilaði New Orleans sigri gegn Detroit.

Stigin 59 var félagsmet hjá New Orleans en metið var 50 stig. Það setti Jamal Mashburn fyrir 13 árum síðan.

Davis setti niður 24 af 34 skotum sínum utan af velli. 9 víti af tíu fóru einnig niður.

Síðan 1983 hafa aðeins þrír leikmenn náð 50 stigum og 20 fráköstum í leik. Hinir eru Shaquille O'Neal og Chris Webber.

Stigaveisluna hjá Davis má sjá hér að neðan.

Úrslit:

Detroit-New Orleans  106-111

Oklahoma-Cleveland  92-115

Denver-Boston  101-121

Phoenix-San Antonio  111-118

Brooklyn-Charlotte  96-104

Orlando-Indiana  102-105

Toronto-Memphis  98-85

Dallas-Philadelphia  129-103

Chicago-LA Lakers  126-115

Portland-Utah  115-111

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×