Styðjum endurreisn Kára Kristinn H. Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2016 00:00 Undirskriftasöfnunin á Endurreisn.is er ákall um betra heilbrigðiskerfi. Það verður því aðeins betra að ríkið verji auknu fé til þess. Frá 2008 hefur þróunin verið í öfuga átt. Dregið hefur verið úr fjárveitingum. Samkvæmt yfirliti útgjalda velferðarráðuneytisins 2008–2015 dags. í júní 2015 voru rekstrarútgjöld heilbrigðisráðuneytisins 6% lægri árið 2015 en þau voru 2008 reiknuð á föstu verðlagi. Öll árin þar á milli voru útgjöldin lægri en 2008, allt niður í 9% lægri árið 2012. Samdrátturinn í útgjöldum til almennrar sjúkrahúsþjónustu árið 2015 var 13% frá 2008 og 10% til sérstæðrar sjúkrahúsþjónustu. Rétt er að skoða líka útgjöldin á föstu verðlagi per mann. Þá er tekið tillit til íbúafjöldaþróunar á tímabilinu 2008–2015. Í skýrslu velferðarráðuneytisins kemur fram að útgjöld ríkisins hafi verið 473,7 þúsund kr./mann árið 2008 en 429,4 þúsund kr./mann árið 2015. Lækkunin er rúmar 44 þúsund kr/mann eða 9%. Tölur velferðarráðuneytisins staðfesta að dregið hefur verið úr útgjöldum frá 2008. Þetta er hlutur ríkisins og þá á eftir að skoða þróunina á hlut sjúklinga sem hafa greitt beint um 17–20% af heildarútgjöldunum. Undirskriftasöfnunin sem Kári Stefánsson hratt af stað er ekki bara ákall um meira opinbert fé til heilbrigðismála. Hún er líka ákall um breytt hugarfar til málaflokksins. Allt frá sameiningu spítalanna á höfuðborgarsvæðinu hefur sjónarhorn ríkisins fyrst og fremst verið rekstrarlegt. Allt frá fjárlögum 2004 hefur þess verið krafist að sameiningin skilaði beinum fjárhagslegum sparnaði. Heilbrigðiskerfið hefur verið sett undir sama hatt og venjulegur atvinnurekstur. Því hefur verið ákvörðuð fjárveiting og svo á að veita þjónustu sem rúmast innan þess ramma. Of lengi hefur of langt verið gengið í þessa átt. Þjónustan sem heilbrigðiskerfinu er ætlað að veita eru réttindi einstaklinganna og hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar er að útvega nægilegt fé til þess að uppfylla réttindin. Dómurinn sem sagði að rétturinn til túlkaþjónustu heyrnarlausra væri ofar fjárveitingum endurómar inntakið í þjóðarátaki Kára Stefánssonar. Það skulum við öll styðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Undirskriftasöfnunin á Endurreisn.is er ákall um betra heilbrigðiskerfi. Það verður því aðeins betra að ríkið verji auknu fé til þess. Frá 2008 hefur þróunin verið í öfuga átt. Dregið hefur verið úr fjárveitingum. Samkvæmt yfirliti útgjalda velferðarráðuneytisins 2008–2015 dags. í júní 2015 voru rekstrarútgjöld heilbrigðisráðuneytisins 6% lægri árið 2015 en þau voru 2008 reiknuð á föstu verðlagi. Öll árin þar á milli voru útgjöldin lægri en 2008, allt niður í 9% lægri árið 2012. Samdrátturinn í útgjöldum til almennrar sjúkrahúsþjónustu árið 2015 var 13% frá 2008 og 10% til sérstæðrar sjúkrahúsþjónustu. Rétt er að skoða líka útgjöldin á föstu verðlagi per mann. Þá er tekið tillit til íbúafjöldaþróunar á tímabilinu 2008–2015. Í skýrslu velferðarráðuneytisins kemur fram að útgjöld ríkisins hafi verið 473,7 þúsund kr./mann árið 2008 en 429,4 þúsund kr./mann árið 2015. Lækkunin er rúmar 44 þúsund kr/mann eða 9%. Tölur velferðarráðuneytisins staðfesta að dregið hefur verið úr útgjöldum frá 2008. Þetta er hlutur ríkisins og þá á eftir að skoða þróunina á hlut sjúklinga sem hafa greitt beint um 17–20% af heildarútgjöldunum. Undirskriftasöfnunin sem Kári Stefánsson hratt af stað er ekki bara ákall um meira opinbert fé til heilbrigðismála. Hún er líka ákall um breytt hugarfar til málaflokksins. Allt frá sameiningu spítalanna á höfuðborgarsvæðinu hefur sjónarhorn ríkisins fyrst og fremst verið rekstrarlegt. Allt frá fjárlögum 2004 hefur þess verið krafist að sameiningin skilaði beinum fjárhagslegum sparnaði. Heilbrigðiskerfið hefur verið sett undir sama hatt og venjulegur atvinnurekstur. Því hefur verið ákvörðuð fjárveiting og svo á að veita þjónustu sem rúmast innan þess ramma. Of lengi hefur of langt verið gengið í þessa átt. Þjónustan sem heilbrigðiskerfinu er ætlað að veita eru réttindi einstaklinganna og hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar er að útvega nægilegt fé til þess að uppfylla réttindin. Dómurinn sem sagði að rétturinn til túlkaþjónustu heyrnarlausra væri ofar fjárveitingum endurómar inntakið í þjóðarátaki Kára Stefánssonar. Það skulum við öll styðja.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun