Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Gylfi Ingvarsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Í kjarasamningi verkalýðsfélaga gr. 1.1 Gildissvið: „Samningur þessi tekur til allra starfa við framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og þjónustustörf hverju nafni sem þau nefnast, samanber þó fylgiskjal (1 )“ sem er yfirlýsing um verktaka. Yfirlýsingin hefur tekið mörgum breytingum í samningum í gegnum tíðina. Í yfirlýsingunni eru skýr ákvæði um launamál, en þar segir: „Starfsmenn verktaka sem vinna hliðstæð störf og starfsmenn ISAL og við hliðstæðar aðstæður skulu hafa sambærileg kjör er varðar laun og öryggisbúnað og starfsmenn ISAL.“ En í dag starfa að jafnaði allt frá 60 upp í 100 starfsmenn ýmissa verktaka inni á svæðinu sem njóta verndar þessa ákvæðis. Krafa SA/ISAL er að fá að útvista fastmótuð störf sem unnin eru að staðaldri og jafnframt að brott falli ákvæðið um laun verktaka vegna hliðstæðra starfa og við hliðstæðar aðstæður og við taki markaðslaun sem eru sannanlega 20% lægri samkvæmt mati Ó.T.G. upplýsingafulltrúa ISAL sem m.a. kom fram í Morgunblaðinu. Einnig kom fram í tilboði þeirra frá 14. des launahækkun um 24% út 2019 sem ekki stenst samanburð við rammasamkomulagið frá 1. maí sl.Grundvallarkrafa Það er grundvallarkrafa verkalýðsfélaganna að standa vörð um samningsréttinn samkvæmt ákvæðum kjarasamningsaðila um laun og réttindi, það hefur enginn þurft að semja frá sér störf í lægra launa- og réttindakerfi og sporin hræða. Fyrirtækið vill komast í samskipti við verktaka sem eru með starfsmenn frá starfsmannaleigum sem nýta sér erlenda starfsmenn og dæmi eru um svindl. Hér er vegið að þeim ávinningum sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna í Straumsvík hafa náð. En í dag þarf fyrirtækið tilkynna verktökum að þau verði að greiða sambærileg laun og upplýsa fulltrúa verkalýðsfélaganna um verktaka. Þessi ákvæði bera vott um fyrirhyggju verkalýðsfélaga með samning um þessi ákvæði á sínum tíma. Nú kemur upp hvert málið á fætur öðru á íslenskum launamarkaði um félagsleg og launaleg undirboð undirverktaka og jafnvel dæmi um mansal, í þessu umhverfi eru slíkar samþykktir nauðsyn. Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuðstöðvar RIO TINTO á heimsvísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórnendum ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Í þessari baráttu megum ekki hopa en til þess þurfum við stuðning allrar verkalýðshreyfingarnar og almennings í landinu. Samningsnefndinni hefur borist stuðningur frá fjölda verkalýðsfélaga og samtaka launafólks og einnig fylgist Industri all náið með deilunni og boðar stuðning í baráttunni við RIO TINTO á heimsvísu ef með þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Í kjarasamningi verkalýðsfélaga gr. 1.1 Gildissvið: „Samningur þessi tekur til allra starfa við framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og þjónustustörf hverju nafni sem þau nefnast, samanber þó fylgiskjal (1 )“ sem er yfirlýsing um verktaka. Yfirlýsingin hefur tekið mörgum breytingum í samningum í gegnum tíðina. Í yfirlýsingunni eru skýr ákvæði um launamál, en þar segir: „Starfsmenn verktaka sem vinna hliðstæð störf og starfsmenn ISAL og við hliðstæðar aðstæður skulu hafa sambærileg kjör er varðar laun og öryggisbúnað og starfsmenn ISAL.“ En í dag starfa að jafnaði allt frá 60 upp í 100 starfsmenn ýmissa verktaka inni á svæðinu sem njóta verndar þessa ákvæðis. Krafa SA/ISAL er að fá að útvista fastmótuð störf sem unnin eru að staðaldri og jafnframt að brott falli ákvæðið um laun verktaka vegna hliðstæðra starfa og við hliðstæðar aðstæður og við taki markaðslaun sem eru sannanlega 20% lægri samkvæmt mati Ó.T.G. upplýsingafulltrúa ISAL sem m.a. kom fram í Morgunblaðinu. Einnig kom fram í tilboði þeirra frá 14. des launahækkun um 24% út 2019 sem ekki stenst samanburð við rammasamkomulagið frá 1. maí sl.Grundvallarkrafa Það er grundvallarkrafa verkalýðsfélaganna að standa vörð um samningsréttinn samkvæmt ákvæðum kjarasamningsaðila um laun og réttindi, það hefur enginn þurft að semja frá sér störf í lægra launa- og réttindakerfi og sporin hræða. Fyrirtækið vill komast í samskipti við verktaka sem eru með starfsmenn frá starfsmannaleigum sem nýta sér erlenda starfsmenn og dæmi eru um svindl. Hér er vegið að þeim ávinningum sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna í Straumsvík hafa náð. En í dag þarf fyrirtækið tilkynna verktökum að þau verði að greiða sambærileg laun og upplýsa fulltrúa verkalýðsfélaganna um verktaka. Þessi ákvæði bera vott um fyrirhyggju verkalýðsfélaga með samning um þessi ákvæði á sínum tíma. Nú kemur upp hvert málið á fætur öðru á íslenskum launamarkaði um félagsleg og launaleg undirboð undirverktaka og jafnvel dæmi um mansal, í þessu umhverfi eru slíkar samþykktir nauðsyn. Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuðstöðvar RIO TINTO á heimsvísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórnendum ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Í þessari baráttu megum ekki hopa en til þess þurfum við stuðning allrar verkalýðshreyfingarnar og almennings í landinu. Samningsnefndinni hefur borist stuðningur frá fjölda verkalýðsfélaga og samtaka launafólks og einnig fylgist Industri all náið með deilunni og boðar stuðning í baráttunni við RIO TINTO á heimsvísu ef með þarf.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar