Alþýðusambandið lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Svavar Hávarðsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Halldór Grönvold Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. Flutningsmenn frumvarpsins voru fulltrúar allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins, en málið er frá Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, komið. Þar er að meginefni lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjaldþrota. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, heldur á penna og segir að framtak flutningsmannanna veki athygli á þeirri staðreynd að Ragnheiður Elín, sem fer með málaflokkinn, „hefur þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ekki aðeins látið hjá líða að gera nokkuð til að sporna við þeirri samfélagslegu meinsemd sem kennitöluflakkið er heldur hreinlega lagst gegn öllum hugmyndum í þeim efnum.“Ragnheiður Elín ÁrnadóttirTilefni skrifanna er viðtal við ráðherra í kvöldfréttum RÚV. Þar sagði ráðherra að frumvarp Karls væri íþyngjandi, ekki síst fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar „sem menn þurfa oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur“. Halldór gerir kröfu um að Ragnheiður Elín skýri orð sín og vísar í greinargerð ASÍ um kennitöluflakk þar sem gerð er grein fyrir hversu mikil meinsemd kennitöluflakk er, og hversu einbeittur brotavilji margra er með tilheyrandi stórskaða fyrir samfélagið. Karl segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að litið hafi verið til ákveðinna hluta í lagasetningu nágrannaríkja þegar frumvarpið var skrifað, en þar hafa verið settar í lög takmarkanir sem svipar til þeirra sem frumvarpið fjallar um. Aðallega hafi þó verið horft til hugmynda ASÍ til að berjast gegn kennitöluflakki. Alþingi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. Flutningsmenn frumvarpsins voru fulltrúar allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins, en málið er frá Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, komið. Þar er að meginefni lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjaldþrota. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, heldur á penna og segir að framtak flutningsmannanna veki athygli á þeirri staðreynd að Ragnheiður Elín, sem fer með málaflokkinn, „hefur þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ekki aðeins látið hjá líða að gera nokkuð til að sporna við þeirri samfélagslegu meinsemd sem kennitöluflakkið er heldur hreinlega lagst gegn öllum hugmyndum í þeim efnum.“Ragnheiður Elín ÁrnadóttirTilefni skrifanna er viðtal við ráðherra í kvöldfréttum RÚV. Þar sagði ráðherra að frumvarp Karls væri íþyngjandi, ekki síst fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar „sem menn þurfa oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur“. Halldór gerir kröfu um að Ragnheiður Elín skýri orð sín og vísar í greinargerð ASÍ um kennitöluflakk þar sem gerð er grein fyrir hversu mikil meinsemd kennitöluflakk er, og hversu einbeittur brotavilji margra er með tilheyrandi stórskaða fyrir samfélagið. Karl segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að litið hafi verið til ákveðinna hluta í lagasetningu nágrannaríkja þegar frumvarpið var skrifað, en þar hafa verið settar í lög takmarkanir sem svipar til þeirra sem frumvarpið fjallar um. Aðallega hafi þó verið horft til hugmynda ASÍ til að berjast gegn kennitöluflakki.
Alþingi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira