Helena á toppinn í stoðsendingum og inn á topp fimm í stigum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 11:00 Helena Sverrisdóttir skorar í leiknum á móti Ungverjum í gær. Vísir/Ernir Helena Sverrisdóttir leiddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta til sigurs á toppliði Ungverja í Laugardalshöllinni í gærkvöldi en þetta var fyrsti sigur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2017. Helena vantaði bara tvær stoðsendingar til að ná fyrstu þrennu íslenskrar konu í Evrópukeppni en landsliðsfyrirliðinn endaði með 29 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar eftir að hafa verið komin með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleik. Helena var þarna að mæta gömlum liðsfélögum og gamla þjálfara sínum. Það kitlaði örugglega að sýna sig fyrir þeim og það gerðu hún svo um munaði. Helena skoraði 13 af fyrstu 16 stigum íslenska liðsins og hjálpaði Íslandi að komast í 18-4 eftir aðeins fimm mínútur. Þessi upphafskafli gaf tóninn í leiknum en í kjölfarið fylgdu aðrar stelpur í liðinu með og spiluðu allar mjög vel. Frábærar tölur Helenu í leiknum í gær skiluðu henni heldur betur ofar á tölfræðilistum undankeppninnar nú þegar fjórar umferðir eru að baki af sex. Helena komst í efsta sætið í stoðsendingum en hún var í 3. sæti fyrir leikinn. Helena hefur gefið 27 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 6,8 að meðaltali í leik. Helena komst einnig upp í 5. sætið yfir stigahæstu konur undankeppninnar með 19,5 stig í leik og þá er hún komin upp í 6. sæti í fráköstum með 10,0 að meðaltali í leik. Fyrir leikinn var Helena í 17. sæti í stigum og í 18. sæti í fráköstum. Helena er líka sá leikmaður sem hefur fiskað flestar villur (8,8 í leik) og þá er hún einnig í 2. sæti yfir flestar tvennu (3). Helena hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum í gær en hún hafði hitt illa fyrir utan í fyrstu þremur leikjum landsliðsins í undankeppninni. Nú var miðið stillt og þá var ekki sökum að spyrja. Helena hefur tvisvar skorað fleiri stig í einum Evrópuleik en hún hefur eflaust aldrei leikið betur en í Laugardalshöllinni í gær. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ívar: Stærsti sigur íslenska kvennalandsliðsins Landsliðsþjálfarinn sagði íslenska liðið hafa spilað frábærlega gegn Ungverjum í kvöld. 24. febrúar 2016 22:01 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Helena: Mikill karakter og sjálfstraust í liðinu allan leikinn Helena Sverrisdóttir átti stórkostlegan leik þegar Ísland lagði Ungverjaland að velli, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. 24. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Helena Sverrisdóttir leiddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta til sigurs á toppliði Ungverja í Laugardalshöllinni í gærkvöldi en þetta var fyrsti sigur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2017. Helena vantaði bara tvær stoðsendingar til að ná fyrstu þrennu íslenskrar konu í Evrópukeppni en landsliðsfyrirliðinn endaði með 29 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar eftir að hafa verið komin með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleik. Helena var þarna að mæta gömlum liðsfélögum og gamla þjálfara sínum. Það kitlaði örugglega að sýna sig fyrir þeim og það gerðu hún svo um munaði. Helena skoraði 13 af fyrstu 16 stigum íslenska liðsins og hjálpaði Íslandi að komast í 18-4 eftir aðeins fimm mínútur. Þessi upphafskafli gaf tóninn í leiknum en í kjölfarið fylgdu aðrar stelpur í liðinu með og spiluðu allar mjög vel. Frábærar tölur Helenu í leiknum í gær skiluðu henni heldur betur ofar á tölfræðilistum undankeppninnar nú þegar fjórar umferðir eru að baki af sex. Helena komst í efsta sætið í stoðsendingum en hún var í 3. sæti fyrir leikinn. Helena hefur gefið 27 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 6,8 að meðaltali í leik. Helena komst einnig upp í 5. sætið yfir stigahæstu konur undankeppninnar með 19,5 stig í leik og þá er hún komin upp í 6. sæti í fráköstum með 10,0 að meðaltali í leik. Fyrir leikinn var Helena í 17. sæti í stigum og í 18. sæti í fráköstum. Helena er líka sá leikmaður sem hefur fiskað flestar villur (8,8 í leik) og þá er hún einnig í 2. sæti yfir flestar tvennu (3). Helena hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum í gær en hún hafði hitt illa fyrir utan í fyrstu þremur leikjum landsliðsins í undankeppninni. Nú var miðið stillt og þá var ekki sökum að spyrja. Helena hefur tvisvar skorað fleiri stig í einum Evrópuleik en hún hefur eflaust aldrei leikið betur en í Laugardalshöllinni í gær.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ívar: Stærsti sigur íslenska kvennalandsliðsins Landsliðsþjálfarinn sagði íslenska liðið hafa spilað frábærlega gegn Ungverjum í kvöld. 24. febrúar 2016 22:01 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Helena: Mikill karakter og sjálfstraust í liðinu allan leikinn Helena Sverrisdóttir átti stórkostlegan leik þegar Ísland lagði Ungverjaland að velli, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. 24. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Ívar: Stærsti sigur íslenska kvennalandsliðsins Landsliðsþjálfarinn sagði íslenska liðið hafa spilað frábærlega gegn Ungverjum í kvöld. 24. febrúar 2016 22:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30
Helena: Mikill karakter og sjálfstraust í liðinu allan leikinn Helena Sverrisdóttir átti stórkostlegan leik þegar Ísland lagði Ungverjaland að velli, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. 24. febrúar 2016 22:35