CCP skilar methagnaði Sæunn Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2016 14:29 Hilmar Veigar Pétursson segir Gunjack mest selda sýndarveruleikaleikinn frá upphafi. Vísir/Anton Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa. Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa.
Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00
Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51
Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08
Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00
CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57
Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00