Engar viðræður um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:29 Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson
Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira