Engar viðræður um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:29 Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson
Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira