Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:38 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira