Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:38 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira