Íris: Ekki hægt að lýsa þessum bikardegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 16:45 Íris Sverrisdóttir ætlar að leiða Grindavík til sigurs á morgun. vísir/ernir Grindavík fær á morgun tækifæri til að verða fyrsta liðið í fjórtán ár sem ver bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki í körfubolta þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik í Laugardalshöll klukkan 14.00. Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann vel mannað lið Keflavíkur í bikarúrslitum í fyrra, en eftir að tapa fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum í sögu félagsins er Grindavík nú búið að vinna tvo í röð (2008 og 2015). „Við erum búnar að vera að slípa okkur saman og finna út hvað við ætlum að gera. Við reynum að undirbúa okkur sem best fyrir þennan leik,“ segir Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, í viðtali við Vísis um stóra leikinn á morgun. Grindavík, bæði í karla- og kvennaflokki, er mikið bikarfélag en Íris gefur lítið fyrir einhverja bikarhefð þegar liðið breytist jafn mikið og raun ber vitni á milli ára. „Það er erfitt að vera með einhverja bikarsögu því þetta er aldrei sama liðið ár eftir ár. Nú er talað um okkur sem bikarmeistara en þetta er allt annað lið heldur en var í fyrra,“ segir Íris.Ekki unnið Snæfell í vetur Mótherjinn á morgun eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára; Snæfell. Hólmarar eru taldir mun sigurstranglegri og hafa unnið Grindavík tvisvar sinnum í vetur. „Við höfum aldrei unnið Snæfell í vetur. Þetta verður mjög erfiður leikur þannig við verðum að eiga okkar besta dag til að eiga einhvern möguleika á sigri,“ segir Íris. „Þær eru með frábæran Kana og svo íslenska landsliðsmenn sem eru mjög góðir. Þær eru mjög hraðar og fljótar upp völlinn. Þær skora mikið úr hraðaupphlaupum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða og undirbúa okkur fyrir.“ „Við þurfum að stoppa þessi hraðaupphlaup en líka bara slípa okkur saman og spila góða vörn því vörn vinnur leiki.“Einstakur dagur Grindavík er í þriðja sæti Dominos-deildar kvenna með 18 stig í 18 leikjum en Snæfell er á toppnum með 32 stig. Þær gulu hafa unnið nokkra flotta sigra á tímabilinu, til dæmis lagt Hauka í bikarnum, en dottið niður þess á milli. „Við erum aldrei búnar að vera með fullmannað lið. Það eru alltaf einhver forföll en núna erum við að ná smá stöðugleika þó það vanti eina á laugardaginn,“ segir Íris sem bætir við að Grindavík ætli sér að vinna á morgun. „Það er hungur í að vinna þennan leik. Þetta er bara einstakur dagur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það vilja allir spila þennan leik og því erum við mjög spenntar,“ segir Íris Sverrisdóttir. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Grindavík fær á morgun tækifæri til að verða fyrsta liðið í fjórtán ár sem ver bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki í körfubolta þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik í Laugardalshöll klukkan 14.00. Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann vel mannað lið Keflavíkur í bikarúrslitum í fyrra, en eftir að tapa fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum í sögu félagsins er Grindavík nú búið að vinna tvo í röð (2008 og 2015). „Við erum búnar að vera að slípa okkur saman og finna út hvað við ætlum að gera. Við reynum að undirbúa okkur sem best fyrir þennan leik,“ segir Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, í viðtali við Vísis um stóra leikinn á morgun. Grindavík, bæði í karla- og kvennaflokki, er mikið bikarfélag en Íris gefur lítið fyrir einhverja bikarhefð þegar liðið breytist jafn mikið og raun ber vitni á milli ára. „Það er erfitt að vera með einhverja bikarsögu því þetta er aldrei sama liðið ár eftir ár. Nú er talað um okkur sem bikarmeistara en þetta er allt annað lið heldur en var í fyrra,“ segir Íris.Ekki unnið Snæfell í vetur Mótherjinn á morgun eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára; Snæfell. Hólmarar eru taldir mun sigurstranglegri og hafa unnið Grindavík tvisvar sinnum í vetur. „Við höfum aldrei unnið Snæfell í vetur. Þetta verður mjög erfiður leikur þannig við verðum að eiga okkar besta dag til að eiga einhvern möguleika á sigri,“ segir Íris. „Þær eru með frábæran Kana og svo íslenska landsliðsmenn sem eru mjög góðir. Þær eru mjög hraðar og fljótar upp völlinn. Þær skora mikið úr hraðaupphlaupum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða og undirbúa okkur fyrir.“ „Við þurfum að stoppa þessi hraðaupphlaup en líka bara slípa okkur saman og spila góða vörn því vörn vinnur leiki.“Einstakur dagur Grindavík er í þriðja sæti Dominos-deildar kvenna með 18 stig í 18 leikjum en Snæfell er á toppnum með 32 stig. Þær gulu hafa unnið nokkra flotta sigra á tímabilinu, til dæmis lagt Hauka í bikarnum, en dottið niður þess á milli. „Við erum aldrei búnar að vera með fullmannað lið. Það eru alltaf einhver forföll en núna erum við að ná smá stöðugleika þó það vanti eina á laugardaginn,“ segir Íris sem bætir við að Grindavík ætli sér að vinna á morgun. „Það er hungur í að vinna þennan leik. Þetta er bara einstakur dagur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það vilja allir spila þennan leik og því erum við mjög spenntar,“ segir Íris Sverrisdóttir.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00
Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30
Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00