Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð Ásgeir Erlendsson skrifar 13. febrúar 2016 20:09 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, velti vel fyrir sér hvaða bollur best væri að kaupa. Vísir/Anton Það er mjög mikilvægt að hitta á hina réttu stund þegar kemur tilkynningu um framboð til forseta. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði. Hann segir að líkleg forsetaefni eigi enn eftir að koma fram. Í dag eru 133 dagar þar til sjötti forseti Lýðveldisins verður kjörinn. Þegar hafa nokkrir tilkynnt um framboð en miðað við hvernig málum var háttað fyrir tuttugu árum þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti er líklegt að þeir sem verða efstir í kjörinu í ár hafi enn ekki boðið sig fram. Árið 1996 bauð Guðrún Pétursdóttir sig fram þann 3. febrúar, Guðrún Agnarsdóttir 24. mars, Ólafur Ragnar þann 28. mars og Pétur Kr. Hafstein tilkynni um framboð 16. apríl. Guðrún Pétursdóttir dró framboðið til baka skömmu fyrir kosningar en hún leiddi í skoðanakönnunum allt þar til Ólafur Ragnar tilkynnti um sitt framboð. „Menn mega ekki fara of fljótt af stað. Menn mega ekki láta líta svo út að þá langi of mikið að gegna þessu embætti, en um leið gætu misst af lestinni ef þeir bíða of lengi. Það er gullvægt að hitta á þá hárréttu stund. Það er engin hætta á ferðum. Forsetaefnin munu birtast.“Guðni Th Jóhannesson segir að tímasetning framboða geti haft mikið að segja. Hann segir jafnframt að eftirmaður Ólafs Ragnars verði að hafa ákveðna eiginleika sem Ólafur Ragnar hefur. „Hver veit nema við þurfum forseta sem býr yfir stjórnvisku Sveins, sjarma Ásgeirs, hlutlægni Kristjáns, hlýju Vigdísar og svo kapp Ólafs Ragnars Grímssonar.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að hitta á hina réttu stund þegar kemur tilkynningu um framboð til forseta. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði. Hann segir að líkleg forsetaefni eigi enn eftir að koma fram. Í dag eru 133 dagar þar til sjötti forseti Lýðveldisins verður kjörinn. Þegar hafa nokkrir tilkynnt um framboð en miðað við hvernig málum var háttað fyrir tuttugu árum þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti er líklegt að þeir sem verða efstir í kjörinu í ár hafi enn ekki boðið sig fram. Árið 1996 bauð Guðrún Pétursdóttir sig fram þann 3. febrúar, Guðrún Agnarsdóttir 24. mars, Ólafur Ragnar þann 28. mars og Pétur Kr. Hafstein tilkynni um framboð 16. apríl. Guðrún Pétursdóttir dró framboðið til baka skömmu fyrir kosningar en hún leiddi í skoðanakönnunum allt þar til Ólafur Ragnar tilkynnti um sitt framboð. „Menn mega ekki fara of fljótt af stað. Menn mega ekki láta líta svo út að þá langi of mikið að gegna þessu embætti, en um leið gætu misst af lestinni ef þeir bíða of lengi. Það er gullvægt að hitta á þá hárréttu stund. Það er engin hætta á ferðum. Forsetaefnin munu birtast.“Guðni Th Jóhannesson segir að tímasetning framboða geti haft mikið að segja. Hann segir jafnframt að eftirmaður Ólafs Ragnars verði að hafa ákveðna eiginleika sem Ólafur Ragnar hefur. „Hver veit nema við þurfum forseta sem býr yfir stjórnvisku Sveins, sjarma Ásgeirs, hlutlægni Kristjáns, hlýju Vigdísar og svo kapp Ólafs Ragnars Grímssonar.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira