Að kúra með Alheiminum Steingerður Kristjánsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 16:45 Við afhendum börnunum okkar allan heiminn – Alheiminn - í einu litlu snjalltæki. Það er svo undir hælinn lagt hvort þau kunna á Alheiminn og efni í aðra sögu hvort við foreldrarnir erum þess megnug að kenna þeim á Alheiminn. Hvernig virka samskiptin þar, hvað má maður og hvað má maður ekki? Hvað segir maður og hvað segir maður ekki? Er fullorðna fólkið alltaf bestu fyrirmyndirnar í Alheiminum? Talar það alltaf fallega og sýnir sínar bestu hliðar á athugasemdasíðum fjölmiðla svo dæmi sé tekið? Eru foreldrar að setja reglur um hvenær og hvernig við nálgumst Alheiminn? Má til dæmis fara í rúmið og kúra með Alheiminn sér við hlið þegar farið er að sofa á kvöldin?Gesturinn okkar - alheimurinnÞessi nýju gestur á heimili okkar, alheimurinn, vekur upp margar spurningar sem við þurfum að leita saman svara við. Um daginn hitti ég móður sem sagði að internetið væri að eyðileggja skólagöngu dóttur sinnar. Þegar ég spurði nánar út í það kom sú skýring að unglingurinn, dóttirin hennar, gæti ekki vaknað á morgnana af því að hún væri svo lengi á netinu á kvöldin. Hún tæki símann með sér í rúmið og hann héldi vöku fyrir henni. Þegar ég spurði af hverju hún gerði það, var fátt um svör. Hver ræður því hvernig börnin okkar nota tækin og tæknina? Hvað reglur ættu að gilda í hverri fjölskyldu og á hverju heimili? Hvernig er best að umgangast þennan gest og er hann alltaf til óþurftar? Alheimurinn og öll þessi tækni sem nú er sjálfsögð orðin og alltaf innan seilingar er líka kærkomin. Kærkomin viðbót við námstækifæri okkar og barna okkar. Skapar tækifæri til náms og þroska, minnkar heiminn okkar og er frábær samskiptamiðill sem gerir okkur alltaf innan seilingar við okkar nánustu. En það þarf að finna þessu farveg og umgjörð í lífinu og samskiptunum.Tómstundadagurinn og tækninTómstundadagurinn 2016 beinir sjónum sínum að því hvernig við getum virkjað tæknina á jákvæðan hátt. Við viljum skapa vettvang fyrir samtal um þær áleitnu spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig við getum nýtt þessar nýjungar til að efla okkur í samskiptum, meðal annars við Alheiminn. Hvað beri að varast og hvar tækifærin liggja. Það er ljóst að börn og unglingar nota internetið, snjalltækin, samskiptamiðlana í auknum mæli í sínum frítíma og því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að hvernig það er best gert á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Á Tómstundadaginn koma saman starfsmenn af vettvangi frítímans og miðla því sem vel er gert auk þess sem fræðimenn fjalla um áhrif hreyfingarleysis og aukinnar kyrrsetu á heilsu og líf barna- og unglinga. Tómstundadagurinn er opinn öllum áhugasömum um frístundastarf barna og unglinga og allar nánari upplýsingar og skráningu má finna á https://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundadagurinn_2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Við afhendum börnunum okkar allan heiminn – Alheiminn - í einu litlu snjalltæki. Það er svo undir hælinn lagt hvort þau kunna á Alheiminn og efni í aðra sögu hvort við foreldrarnir erum þess megnug að kenna þeim á Alheiminn. Hvernig virka samskiptin þar, hvað má maður og hvað má maður ekki? Hvað segir maður og hvað segir maður ekki? Er fullorðna fólkið alltaf bestu fyrirmyndirnar í Alheiminum? Talar það alltaf fallega og sýnir sínar bestu hliðar á athugasemdasíðum fjölmiðla svo dæmi sé tekið? Eru foreldrar að setja reglur um hvenær og hvernig við nálgumst Alheiminn? Má til dæmis fara í rúmið og kúra með Alheiminn sér við hlið þegar farið er að sofa á kvöldin?Gesturinn okkar - alheimurinnÞessi nýju gestur á heimili okkar, alheimurinn, vekur upp margar spurningar sem við þurfum að leita saman svara við. Um daginn hitti ég móður sem sagði að internetið væri að eyðileggja skólagöngu dóttur sinnar. Þegar ég spurði nánar út í það kom sú skýring að unglingurinn, dóttirin hennar, gæti ekki vaknað á morgnana af því að hún væri svo lengi á netinu á kvöldin. Hún tæki símann með sér í rúmið og hann héldi vöku fyrir henni. Þegar ég spurði af hverju hún gerði það, var fátt um svör. Hver ræður því hvernig börnin okkar nota tækin og tæknina? Hvað reglur ættu að gilda í hverri fjölskyldu og á hverju heimili? Hvernig er best að umgangast þennan gest og er hann alltaf til óþurftar? Alheimurinn og öll þessi tækni sem nú er sjálfsögð orðin og alltaf innan seilingar er líka kærkomin. Kærkomin viðbót við námstækifæri okkar og barna okkar. Skapar tækifæri til náms og þroska, minnkar heiminn okkar og er frábær samskiptamiðill sem gerir okkur alltaf innan seilingar við okkar nánustu. En það þarf að finna þessu farveg og umgjörð í lífinu og samskiptunum.Tómstundadagurinn og tækninTómstundadagurinn 2016 beinir sjónum sínum að því hvernig við getum virkjað tæknina á jákvæðan hátt. Við viljum skapa vettvang fyrir samtal um þær áleitnu spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig við getum nýtt þessar nýjungar til að efla okkur í samskiptum, meðal annars við Alheiminn. Hvað beri að varast og hvar tækifærin liggja. Það er ljóst að börn og unglingar nota internetið, snjalltækin, samskiptamiðlana í auknum mæli í sínum frítíma og því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að hvernig það er best gert á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Á Tómstundadaginn koma saman starfsmenn af vettvangi frítímans og miðla því sem vel er gert auk þess sem fræðimenn fjalla um áhrif hreyfingarleysis og aukinnar kyrrsetu á heilsu og líf barna- og unglinga. Tómstundadagurinn er opinn öllum áhugasömum um frístundastarf barna og unglinga og allar nánari upplýsingar og skráningu má finna á https://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundadagurinn_2016
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun