Ívar Ásgrímsson hefur fækkað um fjóra leikmenn í æfingahóp sínum fyrir leikina sem eru framundan í undankeppni EM 2017.
Sextán leikmenn skipa hópinn en tólf af þeim munu fara út til Portúgals þar sem íslenska liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn kemur.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, sem hefur verið meidd á hné, er áfram með í æfingahópnum en þær sem duttu út að þessu sinni eru Hallveig Jónsdóttir, María Björnsdóttir, Sylvía Rún Hálfdánardóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir.
Íslenska landsliðið verður við æfingar í dag og á morgun og mun svo halda að utan á fimmtudagsmorguninn.
Björg Einarsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Margrét Kara Sturludóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru ekki með í leikjunum fyrir áramóti þar sem íslensku stelpurnar mættu Ungverjalandi og Slóvakíu.
Leikmenn í 16 manna æfingahóp landsliðs kvenna:
Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 sm · 8 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 sm · 2 landsleikir
Bergþóra Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 sm · 1 landsleikur
Björg Einarsdóttir - Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 sm · 3 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 sm · 9 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 sm · 21 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 sm · 59 landsleikir
Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · Bakvörður · f. 1995 · 169 sm · 3 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 sm · 33 landsleikir
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 sm · 37 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 sm · 7 landsleikir
Margrét Kara Sturludóttir - Stjarnan · Framherji · f. 1989 · 175 sm · 13 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 sm · 38 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 sm · 31 landsleikir
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Hamar · Miðherji · f. 1991 · 188 sm · Nýliði
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 sm · 5 landsleikir
Ívar búinn að fækka um fjórar í æfingahópnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
