Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 18. febrúar 2016 13:09 Frá Laugarvatni. Mynd af vefsíðu Háskóla Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira