Nauðsynlegt að lögfesta heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 19:52 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira