Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. febrúar 2016 16:23 vísir/anton brink Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það. Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það.
Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira