„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Visir/Vilhelm Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“ Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“
Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira