Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:59 Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira