Hrókeringar í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2016 12:40 Hrókeringar eru í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm/Daníel/Stefan Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25
Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13