Hrókeringar í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2016 12:40 Hrókeringar eru í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm/Daníel/Stefan Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25
Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13