Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2016 16:50 Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Hljóta að vera kaup aldarinnar „Í lok árs 2014 seldi Landsbankinn hlut í Borgun fyrir luyktum dyrum og án þess að samkeppni væri um þann eignarhlut. Kaupverðir vakti undrun og sérstaklega þegar í ljós kom síðar að hraustleg arðgreiðsla kom úr fyrirtækinu árið 2015 og berast nú fréttir af því að hagnaður muni verða sem milljörðum skiptir vegna yfirtöku Vista International á Evrópuhluta Visa,“ sagði Árni Páll á þingi í dag.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Það verður því að segjast eins og er að kaupin á hlutnum í Borgun hljóta að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Og við hljótum að spyrja þeirra spurninga hvað réði verðmati Landsbankans nú þegar þessar upplýsingar koma upp á borðið og við hljótum að krefjast alvöru rannsóknar á því með hvaða hætti staðið var að þessari sölu,“ sagði hann. Kallaði hann eftir því að málið væri tekið til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum. „Fjármálaeftirlitið þarf að láta þetta til sín taka og ef á þarf að taka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.“Mikilvægt að fá á hreint Árni Páll sagði sérstaklega mikilvægt að fá þessi mál á hreint nú þegar fyrir liggur að ríkið ætli að selja ríkisbanka. „Þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa skelfilega sögu af því að koma slíkum eignum í hendur aðila á markaði,“ sagði hann. „Og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að fela eignarhaldsfélagi Seðlabankans sölu á um 60 milljarða eignum og í því er gert ráð fyrir bæði að stjórn félagsins njóti ábyrgðarleysis í gerðum sínum og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna allt að einum milljarði,“ sagði hann. „Er ekki ástæða til þess að Alþingi láti þetta mál nú til sín taka af alvöru? Marki alvöru leikreglur að þessu leyti og krefji landsbankann um reikningsskil þeirrar fáránlegu ákvörðunar um sölu Borgunar í leyni árið 2014.“ Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Hljóta að vera kaup aldarinnar „Í lok árs 2014 seldi Landsbankinn hlut í Borgun fyrir luyktum dyrum og án þess að samkeppni væri um þann eignarhlut. Kaupverðir vakti undrun og sérstaklega þegar í ljós kom síðar að hraustleg arðgreiðsla kom úr fyrirtækinu árið 2015 og berast nú fréttir af því að hagnaður muni verða sem milljörðum skiptir vegna yfirtöku Vista International á Evrópuhluta Visa,“ sagði Árni Páll á þingi í dag.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Það verður því að segjast eins og er að kaupin á hlutnum í Borgun hljóta að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Og við hljótum að spyrja þeirra spurninga hvað réði verðmati Landsbankans nú þegar þessar upplýsingar koma upp á borðið og við hljótum að krefjast alvöru rannsóknar á því með hvaða hætti staðið var að þessari sölu,“ sagði hann. Kallaði hann eftir því að málið væri tekið til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum. „Fjármálaeftirlitið þarf að láta þetta til sín taka og ef á þarf að taka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.“Mikilvægt að fá á hreint Árni Páll sagði sérstaklega mikilvægt að fá þessi mál á hreint nú þegar fyrir liggur að ríkið ætli að selja ríkisbanka. „Þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa skelfilega sögu af því að koma slíkum eignum í hendur aðila á markaði,“ sagði hann. „Og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að fela eignarhaldsfélagi Seðlabankans sölu á um 60 milljarða eignum og í því er gert ráð fyrir bæði að stjórn félagsins njóti ábyrgðarleysis í gerðum sínum og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna allt að einum milljarði,“ sagði hann. „Er ekki ástæða til þess að Alþingi láti þetta mál nú til sín taka af alvöru? Marki alvöru leikreglur að þessu leyti og krefji landsbankann um reikningsskil þeirrar fáránlegu ákvörðunar um sölu Borgunar í leyni árið 2014.“
Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira