Myndin er ljúfsár tragikómedía og fjallar um raunir reykvískra hjóna sem eru leikin af Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Atla Rafni Sigurðarssyni. Meðal þeirra sem koma einnig við sögu eru yngri konur með áhuga á eldri mönnum og vinur með gráa fiðringinn.
Reykjavík er gerð eftir handriti Ásgríms. Þetta er hans fyrsta leikna mynd í fullri lengd en hann hefur lengið verið í lykihlutverki í íslensku kvikmyndagerð. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu þann 11. mars.