Íslensk þjóðmenning í hávegum höfð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Í dag fögnum við merkum áfanga sem markar þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. Í Þjóðminjasafninu er varðveitt stórt safn minja um meira en þúsund ára sögu íslensku þjóðarinnar. Í samræmi við áherslur stjórnvalda á málaflokkinn hefur verið tekin ákvörðun um að tryggja bestu aðstæður fyrir þessa grunnstarfsemi þjóðminjavörslunnar. Undirritaður verður samningur um nýtt og vel búið fjögur þúsund fermetra Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands sem ætlað er að mæta kröfum samtímans um örugga vörslu menningarminja. Í húsinu verða öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts Þjóðminjasafns auk starfsaðstöðu fyrir sérfræðinga, fræðimenn og nemendur. Öflug öryggisvarsla, hita- og rakastýring verður í húsnæðinu svo tryggja megi varðveislu fjölbreytts og viðkvæms safnkosts muna og jarðfundinna gripa. Í húsnæðinu verða einnig rannsóknarstofur, forvörsluverkstæði, aðstaða til sérhæfðrar umsýslu forngripa og aðstaða til undirbúnings sýninga. Einnig verður í húsnæðinu aðstaða til kennslu en Þjóðminjasafn Íslands er háskólastofnun með mikilvægt hlutverk fyrir námsmenn og rannsóknarstörf. Grundvallarbreytingar voru gerðar á málefnum menningararfs með núverandi ríkisstjórn árið 2013 þegar forræði málaflokksins var flutt í forsætisráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði. Frá þeim tíma hefur markvisst verið unnið að því að efla stofnanir og starfsemi á málefnasviðinu. Samþykkt hafa verið lög um verndarsvæði í byggð sem stuðla að verndun byggðamynsturs í þéttbýli og er nú unnið að endurskoðun laga sem varða málaflokkinn. Sjónum hefur ekki hvað síst verið beint að sögulegum húsum í vörslu Þjóðminjasafns Íslands, en þar eru varðveitt torfhús sem eru á yfirlitsskrá heimsminjaskrár UNESCO. Gert hefur verið víðtækt átak á sviði minjaverndar, sem meðal annars felur í sér bætt aðgengi ferðamanna að minjastöðum þjóðarinnar. Með Varðveislu- og rannsóknasetri Þjóðminjasafns Íslands verður stuðlað að vandaðri vörslu menningarminja og auknum skilningi á menningararfi Íslands. Í því felast tækifæri til menntunar, atvinnusköpunar og aukinnar hagsældar í landinu. Það er því mikið fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við merkum áfanga sem markar þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. Í Þjóðminjasafninu er varðveitt stórt safn minja um meira en þúsund ára sögu íslensku þjóðarinnar. Í samræmi við áherslur stjórnvalda á málaflokkinn hefur verið tekin ákvörðun um að tryggja bestu aðstæður fyrir þessa grunnstarfsemi þjóðminjavörslunnar. Undirritaður verður samningur um nýtt og vel búið fjögur þúsund fermetra Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands sem ætlað er að mæta kröfum samtímans um örugga vörslu menningarminja. Í húsinu verða öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts Þjóðminjasafns auk starfsaðstöðu fyrir sérfræðinga, fræðimenn og nemendur. Öflug öryggisvarsla, hita- og rakastýring verður í húsnæðinu svo tryggja megi varðveislu fjölbreytts og viðkvæms safnkosts muna og jarðfundinna gripa. Í húsnæðinu verða einnig rannsóknarstofur, forvörsluverkstæði, aðstaða til sérhæfðrar umsýslu forngripa og aðstaða til undirbúnings sýninga. Einnig verður í húsnæðinu aðstaða til kennslu en Þjóðminjasafn Íslands er háskólastofnun með mikilvægt hlutverk fyrir námsmenn og rannsóknarstörf. Grundvallarbreytingar voru gerðar á málefnum menningararfs með núverandi ríkisstjórn árið 2013 þegar forræði málaflokksins var flutt í forsætisráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði. Frá þeim tíma hefur markvisst verið unnið að því að efla stofnanir og starfsemi á málefnasviðinu. Samþykkt hafa verið lög um verndarsvæði í byggð sem stuðla að verndun byggðamynsturs í þéttbýli og er nú unnið að endurskoðun laga sem varða málaflokkinn. Sjónum hefur ekki hvað síst verið beint að sögulegum húsum í vörslu Þjóðminjasafns Íslands, en þar eru varðveitt torfhús sem eru á yfirlitsskrá heimsminjaskrár UNESCO. Gert hefur verið víðtækt átak á sviði minjaverndar, sem meðal annars felur í sér bætt aðgengi ferðamanna að minjastöðum þjóðarinnar. Með Varðveislu- og rannsóknasetri Þjóðminjasafns Íslands verður stuðlað að vandaðri vörslu menningarminja og auknum skilningi á menningararfi Íslands. Í því felast tækifæri til menntunar, atvinnusköpunar og aukinnar hagsældar í landinu. Það er því mikið fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun