Stefni á Ólympíuleikana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Hafdís og Aníta máttu vera kátar með afrakstur helgarinnar. vísir/vilhelm Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Sjá meira
Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Sjá meira