Ætla að „grafa“ ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2016 10:30 Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/EPA Ashraf Ghani, forseti Afganistan, lofar því að hópur sem aðhyllist samtökunum Íslamskt ríki verði „grafin“ þar í landi. Deild ISIS í Afganistan hefur barist bæði gegn stjórnarhernum og Talibönum og Ghani segir að þeir tákni verulega ógn. Hins vegar hafi ódæði þeirra ekki fallið vel í kramið hjá Afgönum og að þjóðin sé nú knúin áfram af hefnd. „Þeir kássuðust upp á ranga þjóð,“ segði Ghani. Samtökin lýstu yfir veru sinni í Afganistan í janúar í fyrra, en meðlimir ISIS þar eru að mestu fyrrverandi meðlimir Talibana í Pakistan og Afganistan. Í viðtali við BBC kallaði Ghani eftir samvinnu við nágranna sína sem og á alþjóðavettvangi til að sporna gegn ISIS. Þá hafa Talibanar stofnað sérstaka þúsund manna sérsveit, sem ætlað er að berjast gegn deild ISIS í Afganistan.Sjá einnig: Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS Til stendur að hefja friðarviðræður við Talibana, en átökin í Afganistan hafa stigmagnast á síðustu mánuðum. Talibanar hertóku stóran hluta af hinum mikilvæga bæ Sangin og í september tókst þeim að ná borginni Kunduz að fullu, en þó í stuttan tíma.Ghani segir nauðsynlegt að friðarviðræðurnar hefjist sem fyrst, áður en átökin magnast enn fremur. Þá segir hann að átökin í Afganistan séu samofin átökum í Pakistan, þar sem yfirvöld berjast einnig við Talibana. Hann stakk upp á því að Pakistanar myndu herja sérstaklega gegn þeim deildum Talibana sem neituðu að taka þátt í friðarviðræðunum. „Við þurfum að átta okkur á því að við eigum sameiginlega hagsmuni og að við þurfum að vinna saman til að vernda ríki okkar.“ Aðspurður út í hvað hann hefði að segja við þá afgönsku flóttamenn sem hafi flúið til Evrópu sagði Ghani: „Það sem ég vil segja við þau er að þau eiga sér ekki framtíð í Evrópu. Evrópa er að loka landamærum sínum.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24 Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15 Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40 Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00 Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47 Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22 Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23 Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, lofar því að hópur sem aðhyllist samtökunum Íslamskt ríki verði „grafin“ þar í landi. Deild ISIS í Afganistan hefur barist bæði gegn stjórnarhernum og Talibönum og Ghani segir að þeir tákni verulega ógn. Hins vegar hafi ódæði þeirra ekki fallið vel í kramið hjá Afgönum og að þjóðin sé nú knúin áfram af hefnd. „Þeir kássuðust upp á ranga þjóð,“ segði Ghani. Samtökin lýstu yfir veru sinni í Afganistan í janúar í fyrra, en meðlimir ISIS þar eru að mestu fyrrverandi meðlimir Talibana í Pakistan og Afganistan. Í viðtali við BBC kallaði Ghani eftir samvinnu við nágranna sína sem og á alþjóðavettvangi til að sporna gegn ISIS. Þá hafa Talibanar stofnað sérstaka þúsund manna sérsveit, sem ætlað er að berjast gegn deild ISIS í Afganistan.Sjá einnig: Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS Til stendur að hefja friðarviðræður við Talibana, en átökin í Afganistan hafa stigmagnast á síðustu mánuðum. Talibanar hertóku stóran hluta af hinum mikilvæga bæ Sangin og í september tókst þeim að ná borginni Kunduz að fullu, en þó í stuttan tíma.Ghani segir nauðsynlegt að friðarviðræðurnar hefjist sem fyrst, áður en átökin magnast enn fremur. Þá segir hann að átökin í Afganistan séu samofin átökum í Pakistan, þar sem yfirvöld berjast einnig við Talibana. Hann stakk upp á því að Pakistanar myndu herja sérstaklega gegn þeim deildum Talibana sem neituðu að taka þátt í friðarviðræðunum. „Við þurfum að átta okkur á því að við eigum sameiginlega hagsmuni og að við þurfum að vinna saman til að vernda ríki okkar.“ Aðspurður út í hvað hann hefði að segja við þá afgönsku flóttamenn sem hafi flúið til Evrópu sagði Ghani: „Það sem ég vil segja við þau er að þau eiga sér ekki framtíð í Evrópu. Evrópa er að loka landamærum sínum.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24 Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15 Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40 Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00 Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47 Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22 Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23 Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24
Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15
Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40
Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00
Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47
Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22
Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23
Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31