Skemmtilegast að sauma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 10:45 Erla Björk spilaði á hörpu í athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær. Vísir/Stefán „Það sem mér finnst skemmtilegast er að sauma út – sauma myndina. Svo finnst mér líka gaman að dansa og spila á hljóðfæri,“ segir Erla Björk Sigmundsdóttir sem hefur verið valin listamaður Listar án landamæra. Hún spann á hörpu við athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær þar sem nýtt fyrirkomulag Listar án landamæra var kynnt. Það felur í sér að í stað þess að vera hátíð á einum tímapunkti ár hvert, mun List án landamæra verða sýnileg allt árið með þátttöku í Vetrarnótt, Hönnunarmars, Menningarnótt, bæjarhátíðum um land allt og fleiri menningarviðburðum. Einnig var kynnt ný heimasíða sem er við það að verða tilbúin, www.listin.is.Erla Björk hefur átt heima á Sólheimum í Grímsnesi frá árinu 1993 og tekið þar virkan þátt í öllu félagslífi. Hefur sótt námskeið hjá Fjölmennt á Selfossi og stundað tónlistarnám á Sólheimum, meðal annars á hörpu. Hún hefur líka tekið þátt í árlegum uppfærslum Leikfélags Sólheima og komið fram með því í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í Madrid á Spáni og henni þykir gaman að ferðast. Mest vinnur Erla Björk í vefstofu, kertagerð og jurtastofu Sólheima. Hún saumar frjálst út eða eftir eigin teikningum og hefur sýnt útsaumsverk sín víða, til dæmis bæði á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og í Norræna húsinu á síðasta ári. Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það sem mér finnst skemmtilegast er að sauma út – sauma myndina. Svo finnst mér líka gaman að dansa og spila á hljóðfæri,“ segir Erla Björk Sigmundsdóttir sem hefur verið valin listamaður Listar án landamæra. Hún spann á hörpu við athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær þar sem nýtt fyrirkomulag Listar án landamæra var kynnt. Það felur í sér að í stað þess að vera hátíð á einum tímapunkti ár hvert, mun List án landamæra verða sýnileg allt árið með þátttöku í Vetrarnótt, Hönnunarmars, Menningarnótt, bæjarhátíðum um land allt og fleiri menningarviðburðum. Einnig var kynnt ný heimasíða sem er við það að verða tilbúin, www.listin.is.Erla Björk hefur átt heima á Sólheimum í Grímsnesi frá árinu 1993 og tekið þar virkan þátt í öllu félagslífi. Hefur sótt námskeið hjá Fjölmennt á Selfossi og stundað tónlistarnám á Sólheimum, meðal annars á hörpu. Hún hefur líka tekið þátt í árlegum uppfærslum Leikfélags Sólheima og komið fram með því í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í Madrid á Spáni og henni þykir gaman að ferðast. Mest vinnur Erla Björk í vefstofu, kertagerð og jurtastofu Sólheima. Hún saumar frjálst út eða eftir eigin teikningum og hefur sýnt útsaumsverk sín víða, til dæmis bæði á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og í Norræna húsinu á síðasta ári.
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira