Skemmtilegast að sauma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 10:45 Erla Björk spilaði á hörpu í athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær. Vísir/Stefán „Það sem mér finnst skemmtilegast er að sauma út – sauma myndina. Svo finnst mér líka gaman að dansa og spila á hljóðfæri,“ segir Erla Björk Sigmundsdóttir sem hefur verið valin listamaður Listar án landamæra. Hún spann á hörpu við athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær þar sem nýtt fyrirkomulag Listar án landamæra var kynnt. Það felur í sér að í stað þess að vera hátíð á einum tímapunkti ár hvert, mun List án landamæra verða sýnileg allt árið með þátttöku í Vetrarnótt, Hönnunarmars, Menningarnótt, bæjarhátíðum um land allt og fleiri menningarviðburðum. Einnig var kynnt ný heimasíða sem er við það að verða tilbúin, www.listin.is.Erla Björk hefur átt heima á Sólheimum í Grímsnesi frá árinu 1993 og tekið þar virkan þátt í öllu félagslífi. Hefur sótt námskeið hjá Fjölmennt á Selfossi og stundað tónlistarnám á Sólheimum, meðal annars á hörpu. Hún hefur líka tekið þátt í árlegum uppfærslum Leikfélags Sólheima og komið fram með því í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í Madrid á Spáni og henni þykir gaman að ferðast. Mest vinnur Erla Björk í vefstofu, kertagerð og jurtastofu Sólheima. Hún saumar frjálst út eða eftir eigin teikningum og hefur sýnt útsaumsverk sín víða, til dæmis bæði á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og í Norræna húsinu á síðasta ári. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það sem mér finnst skemmtilegast er að sauma út – sauma myndina. Svo finnst mér líka gaman að dansa og spila á hljóðfæri,“ segir Erla Björk Sigmundsdóttir sem hefur verið valin listamaður Listar án landamæra. Hún spann á hörpu við athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær þar sem nýtt fyrirkomulag Listar án landamæra var kynnt. Það felur í sér að í stað þess að vera hátíð á einum tímapunkti ár hvert, mun List án landamæra verða sýnileg allt árið með þátttöku í Vetrarnótt, Hönnunarmars, Menningarnótt, bæjarhátíðum um land allt og fleiri menningarviðburðum. Einnig var kynnt ný heimasíða sem er við það að verða tilbúin, www.listin.is.Erla Björk hefur átt heima á Sólheimum í Grímsnesi frá árinu 1993 og tekið þar virkan þátt í öllu félagslífi. Hefur sótt námskeið hjá Fjölmennt á Selfossi og stundað tónlistarnám á Sólheimum, meðal annars á hörpu. Hún hefur líka tekið þátt í árlegum uppfærslum Leikfélags Sólheima og komið fram með því í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í Madrid á Spáni og henni þykir gaman að ferðast. Mest vinnur Erla Björk í vefstofu, kertagerð og jurtastofu Sólheima. Hún saumar frjálst út eða eftir eigin teikningum og hefur sýnt útsaumsverk sín víða, til dæmis bæði á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og í Norræna húsinu á síðasta ári.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira