Standardinn hár í Got Talent á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. janúar 2016 09:00 Andrew Wightman hefur komið víða við en kann sérlega vel við sig á Íslandi. Mér þykir mjög vænt um Ísland, þetta land á sérstakan stað í hjarta mér,“ segir Andrew Wightman en hann er executive producer eða framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Global Entertainment at FremantleMedia, sem er fyrirtækið sem stendur á bak við framleiðslu Got Talent þáttanna um heim allan. Andrew hefur ferðast um heiminn og unnið við að aðstoða þá aðila sem standa á bak við Got Talent þættina í hinum ýmsu löndum en þættirnir eru framleiddir í 69 löndum. Hann fer því og veitir aðstandendum þátttanna í hverju landi ráðgjöf og sér til þess að allt fari rétt fram. „Á síðasta ári fór ég til 45 eða 50 landa til þess að aðstoða, veita ráðgjöf og sjá til þess að allt fari rétt fram. Þetta er auðvitað misjafnt á milli landa. Sum lönd sérhæfa sig frekar í einhverju ákveðnu og svo skiptir líka máli hvort það eru aðrar keppnir í landinu. Ef landið hefur ekki söngvakeppnir eins og The Voice til dæmis þá getum við haft fleiri söngvara í Got Talent þáttunum í því landi og þess háttar,“ segir Andrew, spurður út í muninn á milli landanna.Wightman leist ekki á blikuna þegar hann heyrði að Gauti væri rappari, en varð fljótlega yfir sig ánægður með kappann.vísir/vilhelmHár standard á Íslandi Andrew hefur sinnt starfinu í rúm átta ár og fer hann fögrum orðum um íslensku Got Talent þættina. Hann segir standardinn háan hér á landi og þá sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn hve fámenn þjóð Ísland er. „Standardinn er mjög hár á Íslandi. Þetta er mjög fámenn þjóð og mér finnst Íslendingar líka vera einstaklega móttækileg þjóð, þar er fólk ekki að baula hvert á annað og allir fá séns á að tjá sig.“ Ísland er jafnframt minnsta þjóðina sem Andrew hefur aðstoðað við uppsetningu Got Talent. Alls hefur hann komið hingað til lands sex sinnum, tvisvar í frí og fjórum sinnum í vinnuferðir. Hann hefur tvisvar komið til landsins í tengslum við nýjustu þáttaröðina, á undirbúningstímabilinu og svo í fyrstu áheyrnarprufurnar. Rapparinn Emmsjé Gauti sem er kynnir í nýjustu þáttaröðinni heillaði Andrew upp úr skónum. „Ég var sérstaklega hrifinn af nýja kynninum. Fyrst var ég bara, guð minn góður, þetta er rappari! Þetta mun ekki ganga, en svo kom í ljós að hann er algjör toppmaður. Hann nær að tengjast fólkinu og keppendum mjög fljótt og er góður hlustandi,“ segir Andrew alsæll með Emmsjé Gauta.Sérfræðingar á sínu sviði Nýir einstaklingar hafa eins og flestir vita tyllt sér í dómarasætin. Spurður út í hvort hann og hans fólk þurfi að samþykkja dómarana hefur Andrew þetta að segja: „Við þurfum að samþykkja dómarana. Það væri hrokafullt að mér að segja að við þekkjum Íslendinga það vel, að við vitum og ættum að velja hverjir séu bestir í dómarasætið. En það sem við skoðum og metum er reynsla dómaranna og við viljum að þeir séu sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum að almenningur geti hugsað með sér, ég skil af hverju hann eða hún er dómari. Fólk með misjafna reynslu og skoðanir, sem er hreinskilið og segir það sem því finnst, er gott í sjónvarpið,“ útskýrir Andrew.Vill sjá norðurljósin Hann kemur aftur til landsins þegar beinar útsendingar hefjast á þáttunum og hlakkar til að koma aftur. „Ég hlakka til að koma aftur og vonast til að sjá norðurljósin næst þegar ég kem,“ bætir Andrew við og hlær. Got Talent hóf göngu sína árið 2005 í Bretlandi og var þátturinn þá meira hugsaður sem skemmtiþáttur heldur en keppni. Svo fór þátturinn til Bandaríkjanna og varð geysivinsæll og hefur farið sigurför um heiminn síðan. Þriðja serían af Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn kemur. Ísland Got Talent Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
Mér þykir mjög vænt um Ísland, þetta land á sérstakan stað í hjarta mér,“ segir Andrew Wightman en hann er executive producer eða framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Global Entertainment at FremantleMedia, sem er fyrirtækið sem stendur á bak við framleiðslu Got Talent þáttanna um heim allan. Andrew hefur ferðast um heiminn og unnið við að aðstoða þá aðila sem standa á bak við Got Talent þættina í hinum ýmsu löndum en þættirnir eru framleiddir í 69 löndum. Hann fer því og veitir aðstandendum þátttanna í hverju landi ráðgjöf og sér til þess að allt fari rétt fram. „Á síðasta ári fór ég til 45 eða 50 landa til þess að aðstoða, veita ráðgjöf og sjá til þess að allt fari rétt fram. Þetta er auðvitað misjafnt á milli landa. Sum lönd sérhæfa sig frekar í einhverju ákveðnu og svo skiptir líka máli hvort það eru aðrar keppnir í landinu. Ef landið hefur ekki söngvakeppnir eins og The Voice til dæmis þá getum við haft fleiri söngvara í Got Talent þáttunum í því landi og þess háttar,“ segir Andrew, spurður út í muninn á milli landanna.Wightman leist ekki á blikuna þegar hann heyrði að Gauti væri rappari, en varð fljótlega yfir sig ánægður með kappann.vísir/vilhelmHár standard á Íslandi Andrew hefur sinnt starfinu í rúm átta ár og fer hann fögrum orðum um íslensku Got Talent þættina. Hann segir standardinn háan hér á landi og þá sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn hve fámenn þjóð Ísland er. „Standardinn er mjög hár á Íslandi. Þetta er mjög fámenn þjóð og mér finnst Íslendingar líka vera einstaklega móttækileg þjóð, þar er fólk ekki að baula hvert á annað og allir fá séns á að tjá sig.“ Ísland er jafnframt minnsta þjóðina sem Andrew hefur aðstoðað við uppsetningu Got Talent. Alls hefur hann komið hingað til lands sex sinnum, tvisvar í frí og fjórum sinnum í vinnuferðir. Hann hefur tvisvar komið til landsins í tengslum við nýjustu þáttaröðina, á undirbúningstímabilinu og svo í fyrstu áheyrnarprufurnar. Rapparinn Emmsjé Gauti sem er kynnir í nýjustu þáttaröðinni heillaði Andrew upp úr skónum. „Ég var sérstaklega hrifinn af nýja kynninum. Fyrst var ég bara, guð minn góður, þetta er rappari! Þetta mun ekki ganga, en svo kom í ljós að hann er algjör toppmaður. Hann nær að tengjast fólkinu og keppendum mjög fljótt og er góður hlustandi,“ segir Andrew alsæll með Emmsjé Gauta.Sérfræðingar á sínu sviði Nýir einstaklingar hafa eins og flestir vita tyllt sér í dómarasætin. Spurður út í hvort hann og hans fólk þurfi að samþykkja dómarana hefur Andrew þetta að segja: „Við þurfum að samþykkja dómarana. Það væri hrokafullt að mér að segja að við þekkjum Íslendinga það vel, að við vitum og ættum að velja hverjir séu bestir í dómarasætið. En það sem við skoðum og metum er reynsla dómaranna og við viljum að þeir séu sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum að almenningur geti hugsað með sér, ég skil af hverju hann eða hún er dómari. Fólk með misjafna reynslu og skoðanir, sem er hreinskilið og segir það sem því finnst, er gott í sjónvarpið,“ útskýrir Andrew.Vill sjá norðurljósin Hann kemur aftur til landsins þegar beinar útsendingar hefjast á þáttunum og hlakkar til að koma aftur. „Ég hlakka til að koma aftur og vonast til að sjá norðurljósin næst þegar ég kem,“ bætir Andrew við og hlær. Got Talent hóf göngu sína árið 2005 í Bretlandi og var þátturinn þá meira hugsaður sem skemmtiþáttur heldur en keppni. Svo fór þátturinn til Bandaríkjanna og varð geysivinsæll og hefur farið sigurför um heiminn síðan. Þriðja serían af Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn kemur.
Ísland Got Talent Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira