Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 20:24 Metfjöldi hælisleitanda leitaði til Íslands í fyrra. mynd/rósa björk / vísir/getty Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira