„Nútímasamtök á gömlum grunni“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2016 16:00 Helsta markmið ISIS er að koma á Kalífadæmi í Sýrlandi og Írak. Vísir/AFP Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki eru nútímaleg samtök sem byggja á gömlum grunni. Útbreiðsla þeirra hefur náð náttúrulegum endalokum, en helsta markmið samtakanna er að koma á Kalífadæmi í Sýrlandi og Írak. Þetta kom fram á opnum fyrirlestri Dr. Magnúsar Þorkels Bernharðssonar, prófessors í nútímasögu Mið-Austurlanda, í Háskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn bar heitið Hvað vill Íslamska ríkið? Og af hverju? Þá komu Stjórnmálafræðideild háskólans, Alþjóðamálastofnun, MARK – Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna og Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum að fyrirlestrinum. Greinilegt er að mikill áhugi var á umræðuefninu. Hátíðarsalur háskólans var þétt setinn og var setið í flestum gluggakistum.Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda.Vísir/HAGMagnús kom að umræðunni um nafn hryðjuverkasamtakanna og sagðist hafa tekið eftir því að hér á landi væri notast við skammstöfunina ISIS. Hann sagði hana vera enska og að hún stæði fyrir Islamic State of Iraq and Syria. Í gríni sagði Magnús að jafnvel væri réttara fyrir Íslendinga að notast við ÍRIS.Uppruni ISISÍ fyrirlestri Magnúsar kom fram að uppruna hryðjuverkasamtakanna megi rekja til nokkurra atriða og þá helst til arabíska vorsins og hernáms Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð af Bandaríkjunum í Írak, en ekkert hefði verið verra en sú ákvörðun að leysa upp her Írak. Þar var fjöldinn allur af atvinnuhermönnum gerðir atvinnulausir á skömmum tíma. Þeir hafi ekki geta séð fyrir sér og sínum og þegar ríkisstjórn sjíta tók völd í Írak voru það hermennirnir sem veittu hörðustu mótspyrnuna. Í dag eru margir af helstu foringjum ISIS fyrrverandi foringjar í íraska hernum. Þá ISIS verið studdir af fjölmörgum aðilum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Þá hafi aðilar og ríki víða um heim stutt við alla þá sem börðust gegn Bashar al-Assad og her hans. Af þeim fjölmörgu aðilum sem berjast í landinu hafi vígamenn ISIS búið að þeirri reynslu að vera vanir hernaði. Þeir hafi kunnað að berjast og því hafi þeim gengið einstaklega vel í upphafi styrjaldarinnar.Hæfir á samfélagsmiðlumMagnús fjallaði einnig um hæfni ISIS við að nýta nútímalega samskiptamáta eins og Twitter og aðra samfélagsmiðla. Hann sagði samtökin vera góð í því að nýta slíka miðla og sem dæmi væru þeir með einhverja tíu þúsund reikninga á Twitter. Þeir koma skilaboðum sínum fram í stuttum skilaboðum á mjög myndrænan hátt og Magnús sagði það skila árangri.Hér má sjá yfirlit yfir þau svæði sem ISIS tapaði í Sýrlandi og Írak í fyrra.Vísir/GraphicNews„Þetta eru nútímaleg samtök á gömlum grunni.“ Þegar kemur að fjármunum Íslamska ríkisins högnuðust samtökin verulega á ránum á þeim svæðum sem þeir stjórna í Írak og Sýrlandi. Magnús orðaði það á þann veg að ISIS lifðu í raun á gæðum landsins. Þeir rændu íbúa, banka og fleiri. Þegar þeir tóku Mosul rændu þeir útibú seðlabankans þar og stálu gífurlega miklum fjármunum.Sjá einnig: Íslamska ríkið græðir á tá og fingri á olíu Þá selja samtökin olíu í gegnum Tyrkland til Asíu og Evrópu. Magnús sagði Tyrki ekki hafa sýnt smygli samtakanna nægilega athygli í gegnum tíðina. Hins vegar hafa Tyrkir hert landamæraeftirlit verulega undanfarna mánuði. Auk þess hafa samtökin grætt verulega á sölu fornmuna.Ný-fasísk þjóðernishyggjaMagnús lýsti hugmyndafræði ISIS sem „ný-fasískri þjóðernishyggju“. Hann sagði samtökin keyra á kynþáttafordómum, gyðingahatri og þeirri trú að hreinsa ætti yfirráðasvæði þeirra af „óæskilegum öflum“. Þeir halda því fram að við göngum nú nú í gegnum okkar síðustu og verstu tíma og að heimsendir sé í nánd.ISIS líta svo á trúna að allt sem komi inn í Íslam eftir dauða spámannsins Múhameð sé í raun villutrú. Þar eru til dæmis meðtaldir sjítar. Með því að skemma og eyðileggja fornminjar og fornar rústir í Sýrlandi og Írak eru ISIS að hreinsa yfirráðasvæði þerra af áður nefndum óæskilegum öflum. ISIS hafa eytt ummerkjum aðrar siðmenningar og aðra guði. Vígamenn samtakanna hafa farið víða um og sprengt rústir í loft upp og skemmt minjar á söfnum. Magnús nefnir að með því að skemma minjar hækka aðrar slíkar minjar í verði, sem nýtist ISIS í sölu þeirra á svörtu mörkuðum.Endalok kristindóms í Mið-Austurlöndum?Enn fremur sagði Magnús að í 1.400 ár hefðu Mið-Austurlönd verið vagga fjölmenningar. Þar væri hins vegar að verða breyting á og væri það ógnvænleg þróun. Vígamenn ISIS hafa barist harðlega gegn minnihlutahópum eins og kristnum og Kúrdum. Í raun værum við að horfa upp á endalok kristindóms í Mið-Austurlöndum.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingISIS beitir nauðgunum sem vopni og hafa gefið út tíu þúsund orða rit um stöðu kvenna í kalífadæminu. Þeirra verk sé að vera heima fyrir og styðja eiginmanninn. Læra að þrífa byssur og gera að sárum og fleira. Þegar kemur að því að berjast gegn ISIS og stöðva þá, sagði Magnús að hægt væri að gera stórfellda innrás. Hins vegar sæi Magnús það ekki fyrir sér. Ekki væri endilega gott að laga ofbeldi með meira ofbeldi. Gott væri hins vegar að fá þá aðila sem geta haft áhrif á stöðu mála í Sýrlandi og Írak að samningaborðinu. Þar gætu þeir sagt frá hugmynd sínum og kröfum. Fyrr væri ekki hægt að stöðva átökin og ISIS. Mið-Austurlönd Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki eru nútímaleg samtök sem byggja á gömlum grunni. Útbreiðsla þeirra hefur náð náttúrulegum endalokum, en helsta markmið samtakanna er að koma á Kalífadæmi í Sýrlandi og Írak. Þetta kom fram á opnum fyrirlestri Dr. Magnúsar Þorkels Bernharðssonar, prófessors í nútímasögu Mið-Austurlanda, í Háskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn bar heitið Hvað vill Íslamska ríkið? Og af hverju? Þá komu Stjórnmálafræðideild háskólans, Alþjóðamálastofnun, MARK – Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna og Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum að fyrirlestrinum. Greinilegt er að mikill áhugi var á umræðuefninu. Hátíðarsalur háskólans var þétt setinn og var setið í flestum gluggakistum.Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda.Vísir/HAGMagnús kom að umræðunni um nafn hryðjuverkasamtakanna og sagðist hafa tekið eftir því að hér á landi væri notast við skammstöfunina ISIS. Hann sagði hana vera enska og að hún stæði fyrir Islamic State of Iraq and Syria. Í gríni sagði Magnús að jafnvel væri réttara fyrir Íslendinga að notast við ÍRIS.Uppruni ISISÍ fyrirlestri Magnúsar kom fram að uppruna hryðjuverkasamtakanna megi rekja til nokkurra atriða og þá helst til arabíska vorsins og hernáms Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð af Bandaríkjunum í Írak, en ekkert hefði verið verra en sú ákvörðun að leysa upp her Írak. Þar var fjöldinn allur af atvinnuhermönnum gerðir atvinnulausir á skömmum tíma. Þeir hafi ekki geta séð fyrir sér og sínum og þegar ríkisstjórn sjíta tók völd í Írak voru það hermennirnir sem veittu hörðustu mótspyrnuna. Í dag eru margir af helstu foringjum ISIS fyrrverandi foringjar í íraska hernum. Þá ISIS verið studdir af fjölmörgum aðilum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Þá hafi aðilar og ríki víða um heim stutt við alla þá sem börðust gegn Bashar al-Assad og her hans. Af þeim fjölmörgu aðilum sem berjast í landinu hafi vígamenn ISIS búið að þeirri reynslu að vera vanir hernaði. Þeir hafi kunnað að berjast og því hafi þeim gengið einstaklega vel í upphafi styrjaldarinnar.Hæfir á samfélagsmiðlumMagnús fjallaði einnig um hæfni ISIS við að nýta nútímalega samskiptamáta eins og Twitter og aðra samfélagsmiðla. Hann sagði samtökin vera góð í því að nýta slíka miðla og sem dæmi væru þeir með einhverja tíu þúsund reikninga á Twitter. Þeir koma skilaboðum sínum fram í stuttum skilaboðum á mjög myndrænan hátt og Magnús sagði það skila árangri.Hér má sjá yfirlit yfir þau svæði sem ISIS tapaði í Sýrlandi og Írak í fyrra.Vísir/GraphicNews„Þetta eru nútímaleg samtök á gömlum grunni.“ Þegar kemur að fjármunum Íslamska ríkisins högnuðust samtökin verulega á ránum á þeim svæðum sem þeir stjórna í Írak og Sýrlandi. Magnús orðaði það á þann veg að ISIS lifðu í raun á gæðum landsins. Þeir rændu íbúa, banka og fleiri. Þegar þeir tóku Mosul rændu þeir útibú seðlabankans þar og stálu gífurlega miklum fjármunum.Sjá einnig: Íslamska ríkið græðir á tá og fingri á olíu Þá selja samtökin olíu í gegnum Tyrkland til Asíu og Evrópu. Magnús sagði Tyrki ekki hafa sýnt smygli samtakanna nægilega athygli í gegnum tíðina. Hins vegar hafa Tyrkir hert landamæraeftirlit verulega undanfarna mánuði. Auk þess hafa samtökin grætt verulega á sölu fornmuna.Ný-fasísk þjóðernishyggjaMagnús lýsti hugmyndafræði ISIS sem „ný-fasískri þjóðernishyggju“. Hann sagði samtökin keyra á kynþáttafordómum, gyðingahatri og þeirri trú að hreinsa ætti yfirráðasvæði þeirra af „óæskilegum öflum“. Þeir halda því fram að við göngum nú nú í gegnum okkar síðustu og verstu tíma og að heimsendir sé í nánd.ISIS líta svo á trúna að allt sem komi inn í Íslam eftir dauða spámannsins Múhameð sé í raun villutrú. Þar eru til dæmis meðtaldir sjítar. Með því að skemma og eyðileggja fornminjar og fornar rústir í Sýrlandi og Írak eru ISIS að hreinsa yfirráðasvæði þerra af áður nefndum óæskilegum öflum. ISIS hafa eytt ummerkjum aðrar siðmenningar og aðra guði. Vígamenn samtakanna hafa farið víða um og sprengt rústir í loft upp og skemmt minjar á söfnum. Magnús nefnir að með því að skemma minjar hækka aðrar slíkar minjar í verði, sem nýtist ISIS í sölu þeirra á svörtu mörkuðum.Endalok kristindóms í Mið-Austurlöndum?Enn fremur sagði Magnús að í 1.400 ár hefðu Mið-Austurlönd verið vagga fjölmenningar. Þar væri hins vegar að verða breyting á og væri það ógnvænleg þróun. Vígamenn ISIS hafa barist harðlega gegn minnihlutahópum eins og kristnum og Kúrdum. Í raun værum við að horfa upp á endalok kristindóms í Mið-Austurlöndum.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingISIS beitir nauðgunum sem vopni og hafa gefið út tíu þúsund orða rit um stöðu kvenna í kalífadæminu. Þeirra verk sé að vera heima fyrir og styðja eiginmanninn. Læra að þrífa byssur og gera að sárum og fleira. Þegar kemur að því að berjast gegn ISIS og stöðva þá, sagði Magnús að hægt væri að gera stórfellda innrás. Hins vegar sæi Magnús það ekki fyrir sér. Ekki væri endilega gott að laga ofbeldi með meira ofbeldi. Gott væri hins vegar að fá þá aðila sem geta haft áhrif á stöðu mála í Sýrlandi og Írak að samningaborðinu. Þar gætu þeir sagt frá hugmynd sínum og kröfum. Fyrr væri ekki hægt að stöðva átökin og ISIS.
Mið-Austurlönd Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira