Íslamska ríkið græðir á tá og fingri á olíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2014 12:51 Vísir/AFP Um 60 þúsund tunnur af olíu eru framleiddar innan svæðis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Erlendir greiningaraðilar telja að samtökin hagnist um allt að eina og hálfa milljón dala á degi hverjum vegna sölu olíu á svörtum mörkuðum. Financial Times segir upprætingu þessarar tekjulindar vera lykilatriði í áætlun Bandaríkjanna og bandamanna þess í að uppræta IS. Auk þess að selja olíu, aflar IS tekna frá svæðum sem þeir hafa hernumið. Sem dæmi borga verslanir innan svæðisins tvo dali á mánuði og samtökin stefna að því að rukka íbúa fyrir rafmagn og vatn. Stærstur hluti tekna IS kemur þó frá áratugagömlum smyglhring sem starfar í Írak, Íran, Sýrlandi og Tyrklandi. Síðan Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptaþvinganir á olíu í Írak á tíunda áratuginum hefur smygglstarfsemi blómstrað á svæðinu. Íslamska ríkið stjórnar nú sex af tíu olíulindum Sýrlands og að minnsta kosti fjórum í Írak. Olían er flutt í gegnum Suður-Tyrkland á svæði sem þekkt er fyrir svarta starfsemi. Þar að auki eru fornmunir frá Írak og Sýrlandi fluttir um svæðið og erlendir vígamenn komast inn í Írak og Sýrland þar í gegn einnig. Sérfræðingur sem CNN ræðir við segir marga líta svo á að Tyrkland þurfi að bregðast við á landsvæðinu, þar sem Íslamska ríkið fær mestar sínar tekjur og jafnvel er sagt að særðir vígamenn séu sendir þangað til að jafna sig. Luay al-Khatteeb segir að Bandaríkin og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi að gera ráðstafanir sem miði að því að hvetja þjóðir heimsins til að taka hart á svörtum mörkuðum sem fjármagni hryðjuverkastarfsemi.Hér má sjá kort yfir olíustarfsemi Íslamska ríkisins.Vísir/GraphicNews Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Sjá meira
Um 60 þúsund tunnur af olíu eru framleiddar innan svæðis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Erlendir greiningaraðilar telja að samtökin hagnist um allt að eina og hálfa milljón dala á degi hverjum vegna sölu olíu á svörtum mörkuðum. Financial Times segir upprætingu þessarar tekjulindar vera lykilatriði í áætlun Bandaríkjanna og bandamanna þess í að uppræta IS. Auk þess að selja olíu, aflar IS tekna frá svæðum sem þeir hafa hernumið. Sem dæmi borga verslanir innan svæðisins tvo dali á mánuði og samtökin stefna að því að rukka íbúa fyrir rafmagn og vatn. Stærstur hluti tekna IS kemur þó frá áratugagömlum smyglhring sem starfar í Írak, Íran, Sýrlandi og Tyrklandi. Síðan Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptaþvinganir á olíu í Írak á tíunda áratuginum hefur smygglstarfsemi blómstrað á svæðinu. Íslamska ríkið stjórnar nú sex af tíu olíulindum Sýrlands og að minnsta kosti fjórum í Írak. Olían er flutt í gegnum Suður-Tyrkland á svæði sem þekkt er fyrir svarta starfsemi. Þar að auki eru fornmunir frá Írak og Sýrlandi fluttir um svæðið og erlendir vígamenn komast inn í Írak og Sýrland þar í gegn einnig. Sérfræðingur sem CNN ræðir við segir marga líta svo á að Tyrkland þurfi að bregðast við á landsvæðinu, þar sem Íslamska ríkið fær mestar sínar tekjur og jafnvel er sagt að særðir vígamenn séu sendir þangað til að jafna sig. Luay al-Khatteeb segir að Bandaríkin og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi að gera ráðstafanir sem miði að því að hvetja þjóðir heimsins til að taka hart á svörtum mörkuðum sem fjármagni hryðjuverkastarfsemi.Hér má sjá kort yfir olíustarfsemi Íslamska ríkisins.Vísir/GraphicNews
Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Sjá meira
Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07
Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07
Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30
Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46
Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30
Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00
75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50
Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39