Íslamska ríkið græðir á tá og fingri á olíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2014 12:51 Vísir/AFP Um 60 þúsund tunnur af olíu eru framleiddar innan svæðis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Erlendir greiningaraðilar telja að samtökin hagnist um allt að eina og hálfa milljón dala á degi hverjum vegna sölu olíu á svörtum mörkuðum. Financial Times segir upprætingu þessarar tekjulindar vera lykilatriði í áætlun Bandaríkjanna og bandamanna þess í að uppræta IS. Auk þess að selja olíu, aflar IS tekna frá svæðum sem þeir hafa hernumið. Sem dæmi borga verslanir innan svæðisins tvo dali á mánuði og samtökin stefna að því að rukka íbúa fyrir rafmagn og vatn. Stærstur hluti tekna IS kemur þó frá áratugagömlum smyglhring sem starfar í Írak, Íran, Sýrlandi og Tyrklandi. Síðan Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptaþvinganir á olíu í Írak á tíunda áratuginum hefur smygglstarfsemi blómstrað á svæðinu. Íslamska ríkið stjórnar nú sex af tíu olíulindum Sýrlands og að minnsta kosti fjórum í Írak. Olían er flutt í gegnum Suður-Tyrkland á svæði sem þekkt er fyrir svarta starfsemi. Þar að auki eru fornmunir frá Írak og Sýrlandi fluttir um svæðið og erlendir vígamenn komast inn í Írak og Sýrland þar í gegn einnig. Sérfræðingur sem CNN ræðir við segir marga líta svo á að Tyrkland þurfi að bregðast við á landsvæðinu, þar sem Íslamska ríkið fær mestar sínar tekjur og jafnvel er sagt að særðir vígamenn séu sendir þangað til að jafna sig. Luay al-Khatteeb segir að Bandaríkin og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi að gera ráðstafanir sem miði að því að hvetja þjóðir heimsins til að taka hart á svörtum mörkuðum sem fjármagni hryðjuverkastarfsemi.Hér má sjá kort yfir olíustarfsemi Íslamska ríkisins.Vísir/GraphicNews Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Um 60 þúsund tunnur af olíu eru framleiddar innan svæðis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Erlendir greiningaraðilar telja að samtökin hagnist um allt að eina og hálfa milljón dala á degi hverjum vegna sölu olíu á svörtum mörkuðum. Financial Times segir upprætingu þessarar tekjulindar vera lykilatriði í áætlun Bandaríkjanna og bandamanna þess í að uppræta IS. Auk þess að selja olíu, aflar IS tekna frá svæðum sem þeir hafa hernumið. Sem dæmi borga verslanir innan svæðisins tvo dali á mánuði og samtökin stefna að því að rukka íbúa fyrir rafmagn og vatn. Stærstur hluti tekna IS kemur þó frá áratugagömlum smyglhring sem starfar í Írak, Íran, Sýrlandi og Tyrklandi. Síðan Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptaþvinganir á olíu í Írak á tíunda áratuginum hefur smygglstarfsemi blómstrað á svæðinu. Íslamska ríkið stjórnar nú sex af tíu olíulindum Sýrlands og að minnsta kosti fjórum í Írak. Olían er flutt í gegnum Suður-Tyrkland á svæði sem þekkt er fyrir svarta starfsemi. Þar að auki eru fornmunir frá Írak og Sýrlandi fluttir um svæðið og erlendir vígamenn komast inn í Írak og Sýrland þar í gegn einnig. Sérfræðingur sem CNN ræðir við segir marga líta svo á að Tyrkland þurfi að bregðast við á landsvæðinu, þar sem Íslamska ríkið fær mestar sínar tekjur og jafnvel er sagt að særðir vígamenn séu sendir þangað til að jafna sig. Luay al-Khatteeb segir að Bandaríkin og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi að gera ráðstafanir sem miði að því að hvetja þjóðir heimsins til að taka hart á svörtum mörkuðum sem fjármagni hryðjuverkastarfsemi.Hér má sjá kort yfir olíustarfsemi Íslamska ríkisins.Vísir/GraphicNews
Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07
Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07
Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30
Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46
Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30
Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00
75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50
Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39