Vinirnir sex, Rachel, Monica, Phoebe, Joey, Chandler og Ross, munu koma saman 21. febrúar næstkomandi í sjónvarpsþætti á NBC stöðinni. Því miður, fyrir aðdáendur þáttanna, stendur þó ekki til að gera nýja Friends þátt. Þetta kemur fram á vefsíðum The Independent og BuzzFeed.
Leikararnir munu koma saman til að heiðra leikstjórann James Burrows en hann leikstýrði meðal annars fimmtán þáttum af Friends. Á ferilskránni má einnig finna þætti af Cheers, Frasier, Will & Grace og Taxi.
„Ég vonast til þess að þau muni öll sex ná að koma í þáttinn en það getur margt enn farið úrskeiðis,“ segir Bob Greenblatt stjórnandi hjá NBC. Hann sagði að þau væru öll bókuð í þáttinn en það gæti gerst að eitthvert þeirra myndi hætta við.
Friends eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sem gerðir hafa verið en þeir voru í loftinu á árunum 1994-2004. Reglulega skjótast upp á yfirborðið sögusagnir þess efnis að til standi að gera nýja þætti með persónunum úr þáttunum yfirleitt er blásið á þær sögusagnir jafnharðan. Það gæti því verið að þessi þáttur verði eins nálægt nýjum þætti og hægt er.
Vinirnir koma saman á ný

Tengdar fréttir

Friends er besti þáttur allra tíma að mati bransans - Topp 100
Sjónvarpsþættir hafa ávallt notið gríðarlegrar vinsælda. Hvað er besti þáttur sögunnar? Þetta er spurning sem margir spyrja sig oft á tíðum en á vefsíðu The Hollywood Reporter hefur verið bitur listi yfir 100 bestu þættina að mati bransans.

Svona líta leikararnir í Friends út í dag
Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega.

Ross hafði ekki haldið framhjá Rachel og DVD-diskar voru „mindblowing“ fyrirbæri
Twitter-notendur keppast nú við að setja nítján ára veru Ólafs Ragnars í embætti í samhengi og birta hnyttnar og upplýsandi færslur undir merkinu #þegarÓlafurvarðforseti.

Spreyttu þig á Friends Pub Quiz-inu sem var á Gauknum
"Það aftur verður Pub Quiz eftir nokkra mánuði og verður prófið þá mun erfiðara,“ segir Sólveig Johnsen, spurningahöfundur, sem fór fyrir Friends Pub Quiz-inu í gærkvöldi.