Sjónvarpsstöðin NBC greindi frá því fyrr í vikunni að allir sex leikararnir úr þáttunum yrðu líklegast viðstaddir tökurnar þann 21. febrúar, en Burrows leikstýrði fjölda þáttanna um Vini.
Lisa Kasteler, talskona Perry, segir að hann verði við æfingar á nýju leikriti, The End of Longing, í London á þessum tíma. Hún segir þó ekki útilokað að Perry muni birtast á skjá þar sem hann heiðrar leikstjórann. „Með öðrum orðum þá verður þetta ekki sá endurfundur sem fólk hafði vonast eftir.“
Síðasti þátturinn um Vini var frumsýndur fyrir tólf árum síðan eftir að hafa verið fastagestir á skjám milljóna manna um tíu ára skeið.
Burrows leikstýrði fimmtán þáttum af Friends, auk þess að leikstýra þáttum í þáttaröðum á borð við Cheers, Frasier, Will & Grace og Taxi.