Stóra samsærið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. janúar 2016 07:00 Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun