Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. janúar 2016 14:30 Sigmundur Davíð viðraði hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu í Eyjunni um helgina. Vísir/Valli Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02