Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 15:10 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. Vísir/Stefán Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira