Svona verður íþróttaárið 2016 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2016 06:00 Vísir/Getty Íslenskir íþróttamenn verða áfram í sviðsljósinu á nýju ári og Fréttablaðið skoðar í dag mögulega íslenska íþróttahápunkta á næstu tólf mánuðum.Evrópumeistaramótið í Frakklandi 10. júní til 10. júlí Það verður einhver stærsta stund íþróttasögu Íslands þegar A-landslið karla í knattspyrnu keppir á sínu fyrsta stórmóti. Ísland verður í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi og hefur keppni gegn sjálfum Cristiano Ronaldo og portúgölskum löndum hans þann 14. júní í St. Etienne. Búist er við fjölda stuðningsmanna Íslands til Frakklands og er líklegt að almennt knattspyrnubrjálæði leggist yfir Ísland fyrri part sumars.Guðjón Valur Sigurðsson.VísirEM í Póllandi 15.-31. janúar Strákarnir okkar fara enn og aftur á stórmót í handbolta í upphafi nýs árs og nú er það Evrópumeistaramót. Árangurinn á HM í Katar voru vonbrigði, sérstaklega þar sem Íslandi mistókst að komast inn í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Sá möguleiki er enn fyrir hendi en til þess þarf liðið að ná góðum árangri í Póllandi, sem þetta sterka og þaulreynda landslið sem Ísland á hefur vissulega alla burði til að gera.EM í sundi 9.-22. maí Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir komust báðar í úrslit á HM í 50 m laug í fyrra og ættu því að eiga möguleika á að berjast um verðlaun á EM í 50 m laug sem fer fram í London, þar sem þær kepptu báðar á Ólympíuleikunum 2012. Anton Sveinn McKee er einnig líklegur til afreka.Eygló Ósk og Hrafnhildur.Vísir/ErnirÓlympíuleikarnir í Ríó 5.-21. ágúst Risastórt íþróttaár nær hámarki í Brasilíu sem verður gestgjafi Ólympíuleikanna í þetta sinn. Þeir fara fram í Ríó de Janeiro, næststærstu borg Brasilíu, og er búist við stórfenglegum leikum. Fimm íslenskir íþróttamenn eru þegar öruggir með þátttökurétt á leikunum - frjálsíþróttakonurnar Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir og svo sundfólkið Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Fleiri vinna að því að vinna sér keppnisrétt á leikunum. Meðal þeirra má nefna keppendur sem hafa farið áður á Ólympíuleika, svo sem júdómanninn Þormóð Jónsson, skyttuna Ásgeir Sigurgeirsson, karlalandsliðið í handbolta og boðsundssveit kvenna í sundi. Fjöldi annarra sérsambanda er svo að vinna að því að koma sínu fólki á leikana en þeirra á meðal má nefna fimleika, taekwondo, bogfimi, skylmingar, badminton, hnefaleika og lyftingar.Margrét Lára Viðarsdóttir.VísirUndankeppni EM 2017 Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu, körfubolta og handbolta eru öll að keppa um að komast á lokakeppni EM í sínum greinum. Knattspyrnukonurnar standa vel að vígi eftir sigra í fyrstu þremur leikjunum sínum en búast má við því að róðurinn verði þyngri fyrir handbolta- og körfuboltakonurnar.Evrópumótaröðin í golfi Ísland eignaðist fullan þátttakanda á Evrópumótaröð kvenna í golfi þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð á meðal 30 efstu á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina undir lok síðasta árs. Þann magnaða árangur tryggði hún með því að fá fugl á síðustu holu sinni í mótinu. Valdís Þóra Jónsdóttir tók einnig þátt í úrtökumótinu og var nálægt því að fara jafnlangt og Ólafía Þórunn, sem fylgir nú í fótspor Ólafar Maríu Jónsdóttur og Birgis Leifs Hafþórssonar. Fram undan er því langt og strangt keppnistímabil hjá hinum 22 ára Reykvíkingi en það hefst í Nýja-Sjálandi í febrúar. Svo taka við mót í Ástralíu, Kína og Marokkó áður en mótin koma til Evrópu.Kvennalandsliðið í hópfimleikum.VísirEM í hópfimleikum 10.-16. október Ísland varð Evrópumeistari kvenna í greininni árin 2010 og 2012 en missti titilinn til Svíþjóðar þegar mótið fór fram hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Í ár verður EM haldið í Slóveníu og munu stelpurnar þá gera atlögu að því að fá Evrópumeistaratitilinn aftur heim.Ólympíumót fatlaðra 7.-18. september Helgi Sveinsson og Jón Margeir Sverrisson munu berjast um verðlaun í Rió í haust og ekki er útilokað að fleiri muni láta til sín taka. Jón Margeir vann gull í London fyrir fjórum árum og Helgi er heimsmethafi í spjótkasti í sínum fötlunarflokki.EM í Frjálsum 6.-10. júlí Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir hita upp fyrir Ólympíuleikana í Ríó á EM sem fer fram í Amsterdam í sumar. Þar geta þær blandað sér í baráttu um efstu sæti. Þetta verður síðasta tækifæri til að vinna sér inn þátttökurétt á ÓL fyrir aðra íslenska keppendur sem fara til Amsterdam.Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkona.VísirKraftlyftingarÍsland á fjölda keppenda í fremstu röð í heimsvísu í kraftlyftingum. Fanney Hauksdóttir er ríkjandi Evrópumeistari í bekkpressu í sínum þyngdarflokki og þeir Viktor Samúelsson og Júlían J. K. Jóhannsson hafa unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum. Öll eiga möguleika á að gera enn betur í ár. Gunnar Nelson Tap Gunnars Nelson fyrir Demian Maia í Las Vegas í síðasta mánuði var lærdómsríkt fyrir okkar mann. Vonir standa til að hann verði fljótur að hrista það af sér og að hann taki minnst þrjá bardaga á þessu ári, þar sem hann mun freista þess á ný að klífa metorðastiga UFC.Eurobasket 2017 Þátttaka Íslands á Eurobasket í Berlín í fyrra er mönnum enn í fersku minni. Undankeppni fyrir næstu keppni, sem fer fram í fjórum löndum (Finnlandi, Ísrael, Tyrklandi og Rúmeníu) á næsta ári, hefst 31. ágúst og lýkur 17. september. Leikið verður í fjögurra liða riðlum en dregið verður í þá í Þýskalandi þann 22. janúar. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Íslenskir íþróttamenn verða áfram í sviðsljósinu á nýju ári og Fréttablaðið skoðar í dag mögulega íslenska íþróttahápunkta á næstu tólf mánuðum.Evrópumeistaramótið í Frakklandi 10. júní til 10. júlí Það verður einhver stærsta stund íþróttasögu Íslands þegar A-landslið karla í knattspyrnu keppir á sínu fyrsta stórmóti. Ísland verður í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi og hefur keppni gegn sjálfum Cristiano Ronaldo og portúgölskum löndum hans þann 14. júní í St. Etienne. Búist er við fjölda stuðningsmanna Íslands til Frakklands og er líklegt að almennt knattspyrnubrjálæði leggist yfir Ísland fyrri part sumars.Guðjón Valur Sigurðsson.VísirEM í Póllandi 15.-31. janúar Strákarnir okkar fara enn og aftur á stórmót í handbolta í upphafi nýs árs og nú er það Evrópumeistaramót. Árangurinn á HM í Katar voru vonbrigði, sérstaklega þar sem Íslandi mistókst að komast inn í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Sá möguleiki er enn fyrir hendi en til þess þarf liðið að ná góðum árangri í Póllandi, sem þetta sterka og þaulreynda landslið sem Ísland á hefur vissulega alla burði til að gera.EM í sundi 9.-22. maí Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir komust báðar í úrslit á HM í 50 m laug í fyrra og ættu því að eiga möguleika á að berjast um verðlaun á EM í 50 m laug sem fer fram í London, þar sem þær kepptu báðar á Ólympíuleikunum 2012. Anton Sveinn McKee er einnig líklegur til afreka.Eygló Ósk og Hrafnhildur.Vísir/ErnirÓlympíuleikarnir í Ríó 5.-21. ágúst Risastórt íþróttaár nær hámarki í Brasilíu sem verður gestgjafi Ólympíuleikanna í þetta sinn. Þeir fara fram í Ríó de Janeiro, næststærstu borg Brasilíu, og er búist við stórfenglegum leikum. Fimm íslenskir íþróttamenn eru þegar öruggir með þátttökurétt á leikunum - frjálsíþróttakonurnar Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir og svo sundfólkið Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Fleiri vinna að því að vinna sér keppnisrétt á leikunum. Meðal þeirra má nefna keppendur sem hafa farið áður á Ólympíuleika, svo sem júdómanninn Þormóð Jónsson, skyttuna Ásgeir Sigurgeirsson, karlalandsliðið í handbolta og boðsundssveit kvenna í sundi. Fjöldi annarra sérsambanda er svo að vinna að því að koma sínu fólki á leikana en þeirra á meðal má nefna fimleika, taekwondo, bogfimi, skylmingar, badminton, hnefaleika og lyftingar.Margrét Lára Viðarsdóttir.VísirUndankeppni EM 2017 Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu, körfubolta og handbolta eru öll að keppa um að komast á lokakeppni EM í sínum greinum. Knattspyrnukonurnar standa vel að vígi eftir sigra í fyrstu þremur leikjunum sínum en búast má við því að róðurinn verði þyngri fyrir handbolta- og körfuboltakonurnar.Evrópumótaröðin í golfi Ísland eignaðist fullan þátttakanda á Evrópumótaröð kvenna í golfi þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð á meðal 30 efstu á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina undir lok síðasta árs. Þann magnaða árangur tryggði hún með því að fá fugl á síðustu holu sinni í mótinu. Valdís Þóra Jónsdóttir tók einnig þátt í úrtökumótinu og var nálægt því að fara jafnlangt og Ólafía Þórunn, sem fylgir nú í fótspor Ólafar Maríu Jónsdóttur og Birgis Leifs Hafþórssonar. Fram undan er því langt og strangt keppnistímabil hjá hinum 22 ára Reykvíkingi en það hefst í Nýja-Sjálandi í febrúar. Svo taka við mót í Ástralíu, Kína og Marokkó áður en mótin koma til Evrópu.Kvennalandsliðið í hópfimleikum.VísirEM í hópfimleikum 10.-16. október Ísland varð Evrópumeistari kvenna í greininni árin 2010 og 2012 en missti titilinn til Svíþjóðar þegar mótið fór fram hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Í ár verður EM haldið í Slóveníu og munu stelpurnar þá gera atlögu að því að fá Evrópumeistaratitilinn aftur heim.Ólympíumót fatlaðra 7.-18. september Helgi Sveinsson og Jón Margeir Sverrisson munu berjast um verðlaun í Rió í haust og ekki er útilokað að fleiri muni láta til sín taka. Jón Margeir vann gull í London fyrir fjórum árum og Helgi er heimsmethafi í spjótkasti í sínum fötlunarflokki.EM í Frjálsum 6.-10. júlí Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir hita upp fyrir Ólympíuleikana í Ríó á EM sem fer fram í Amsterdam í sumar. Þar geta þær blandað sér í baráttu um efstu sæti. Þetta verður síðasta tækifæri til að vinna sér inn þátttökurétt á ÓL fyrir aðra íslenska keppendur sem fara til Amsterdam.Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkona.VísirKraftlyftingarÍsland á fjölda keppenda í fremstu röð í heimsvísu í kraftlyftingum. Fanney Hauksdóttir er ríkjandi Evrópumeistari í bekkpressu í sínum þyngdarflokki og þeir Viktor Samúelsson og Júlían J. K. Jóhannsson hafa unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum. Öll eiga möguleika á að gera enn betur í ár. Gunnar Nelson Tap Gunnars Nelson fyrir Demian Maia í Las Vegas í síðasta mánuði var lærdómsríkt fyrir okkar mann. Vonir standa til að hann verði fljótur að hrista það af sér og að hann taki minnst þrjá bardaga á þessu ári, þar sem hann mun freista þess á ný að klífa metorðastiga UFC.Eurobasket 2017 Þátttaka Íslands á Eurobasket í Berlín í fyrra er mönnum enn í fersku minni. Undankeppni fyrir næstu keppni, sem fer fram í fjórum löndum (Finnlandi, Ísrael, Tyrklandi og Rúmeníu) á næsta ári, hefst 31. ágúst og lýkur 17. september. Leikið verður í fjögurra liða riðlum en dregið verður í þá í Þýskalandi þann 22. janúar.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti