Hann breytti embættinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. janúar 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Íslendingar sem ekki hafa náð miðjum aldri, muna ekki eftir öðrum forseta á Bessastöðum. Tuttugu ár eru langur tími. Ólafur Ragnar sat ekki auðum höndum. Raunar má segja að á köflum hafi hann verið aðsópsmeiri en flestir fyrirrennara hans á heilum forsetaferli. Flestir forverar Ólafs, ef ekki allir, lögðu upp úr því að sitja á friðarstóli. Það er ekki stíll Ólafs Ragnars. Hann er forsetinn sem sagði og gerði. Á meðan mótaði hann embættið. Kosningar í sumar munu öðrum þræði snúast um hvort halda eigi áfram þeirri vegferð Ólafs Ragnars að hefja forsetaembættið til raunverulegra pólitískra áhrifa. Af áramótaávarpi forsetans mátti lesa milli línanna hvað hann telur til sinna helstu afreka á síðustu árum. Þar standa Icesave-samningarnir hæst. Ólafur Ragnar synjaði sem kunnugt er tvennum lögum staðfestingar er leggja áttu grunn að sátt í málinu. Þjóðin hafnaði lögunum í báðum tilvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland vann að lokum fullnaðarsigur í málinu. Forsetinn tefldi þar djarft, var ekki bara öryggisventill þegar á reyndi, heldur líka öflugasti talsmaður þjóðarinnar. Ólafur Ragnar nefndi líka að tekist hefði að stöðva vegferð Alþingis í átt að ESB aðild. Nú sé öllum ljóst að slíkar grundvallarbreytingar á fullveldi þjóðarinnar verði ekki gerðar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telur sig einnig hafa átt þátt í að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Þessi tvö síðastnefndu mál eru sumpart táknmynd þeirra breytinga sem Ólafur hefur gert á embættinu. Það er ekki endilega hvað hann gerir, heldur óttinn við hvað hann kunni að gera sem hefur stærst áhrif á daglegt pólitískt amstur á Íslandi. Stærsta einstaka atvikið í því samhengi var synjun hans á fjölmiðlalögunum árið 2004. Með því virkjaði Ólafur Ragnar stjórnarskrárbundinn málskotsrétt forseta sem legið hafði í dvala frá lýðveldisstofnun. Allar götur síðan hafa stjórnvöld þurft að hugsa til þess möguleika að málskotsrétti verði beitt. Sennilega hefur þetta orðið til að auka vandvirkni á Alþingi. Líklegast er að makrílfrumvarpið umdeilda hafi að endingu strandað vegna ótta stjórnarliða við skoðun Ólafs á málinu. Ekki má heldur taka af Ólafi að hann er öflugur málssvari þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Þessi styrkur hans var öllum ljós í tengslum við Icesave-deiluna. Engum tókst betur að flytja málstað Íslendinga. Þessi óumdeildi styrkur hans hefur líka gert honum kleift að taka forystu á alþjóðavísu um málefni norðurheimskautsins. Ólafur Ragnar er umdeildur forseti. Andstæðingar loka þó varla augunum fyrir því að forsetatíð hans er söguleg. Hann er forsetinn sem talaði máli okkar á alþjóðavettvangi, virkjaði málskotsréttinn og sat lengst allra. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Ólafs Ragnars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Íslendingar sem ekki hafa náð miðjum aldri, muna ekki eftir öðrum forseta á Bessastöðum. Tuttugu ár eru langur tími. Ólafur Ragnar sat ekki auðum höndum. Raunar má segja að á köflum hafi hann verið aðsópsmeiri en flestir fyrirrennara hans á heilum forsetaferli. Flestir forverar Ólafs, ef ekki allir, lögðu upp úr því að sitja á friðarstóli. Það er ekki stíll Ólafs Ragnars. Hann er forsetinn sem sagði og gerði. Á meðan mótaði hann embættið. Kosningar í sumar munu öðrum þræði snúast um hvort halda eigi áfram þeirri vegferð Ólafs Ragnars að hefja forsetaembættið til raunverulegra pólitískra áhrifa. Af áramótaávarpi forsetans mátti lesa milli línanna hvað hann telur til sinna helstu afreka á síðustu árum. Þar standa Icesave-samningarnir hæst. Ólafur Ragnar synjaði sem kunnugt er tvennum lögum staðfestingar er leggja áttu grunn að sátt í málinu. Þjóðin hafnaði lögunum í báðum tilvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland vann að lokum fullnaðarsigur í málinu. Forsetinn tefldi þar djarft, var ekki bara öryggisventill þegar á reyndi, heldur líka öflugasti talsmaður þjóðarinnar. Ólafur Ragnar nefndi líka að tekist hefði að stöðva vegferð Alþingis í átt að ESB aðild. Nú sé öllum ljóst að slíkar grundvallarbreytingar á fullveldi þjóðarinnar verði ekki gerðar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telur sig einnig hafa átt þátt í að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Þessi tvö síðastnefndu mál eru sumpart táknmynd þeirra breytinga sem Ólafur hefur gert á embættinu. Það er ekki endilega hvað hann gerir, heldur óttinn við hvað hann kunni að gera sem hefur stærst áhrif á daglegt pólitískt amstur á Íslandi. Stærsta einstaka atvikið í því samhengi var synjun hans á fjölmiðlalögunum árið 2004. Með því virkjaði Ólafur Ragnar stjórnarskrárbundinn málskotsrétt forseta sem legið hafði í dvala frá lýðveldisstofnun. Allar götur síðan hafa stjórnvöld þurft að hugsa til þess möguleika að málskotsrétti verði beitt. Sennilega hefur þetta orðið til að auka vandvirkni á Alþingi. Líklegast er að makrílfrumvarpið umdeilda hafi að endingu strandað vegna ótta stjórnarliða við skoðun Ólafs á málinu. Ekki má heldur taka af Ólafi að hann er öflugur málssvari þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Þessi styrkur hans var öllum ljós í tengslum við Icesave-deiluna. Engum tókst betur að flytja málstað Íslendinga. Þessi óumdeildi styrkur hans hefur líka gert honum kleift að taka forystu á alþjóðavísu um málefni norðurheimskautsins. Ólafur Ragnar er umdeildur forseti. Andstæðingar loka þó varla augunum fyrir því að forsetatíð hans er söguleg. Hann er forsetinn sem talaði máli okkar á alþjóðavettvangi, virkjaði málskotsréttinn og sat lengst allra. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Ólafs Ragnars.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun