Árni Björn Guðjónsson, listmálari og húsgagnasmiður, greinir frá því í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands. Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999.
Í yfirlýsingu sinni segir Árni að framboðið sé sett fram með fyrirvara um stuðning. Fyrst og fremst muni hann leggja áherslu á að eyða hatri hér á landi og um heim allan í samstarfi við Páfann.
Árni segist aðeins ætla að sitja tvö kjörtímabil ef hann nær kjöri.
Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta
Bjarki Ármannsson skrifar
