Frakkar sjúkir í Hrúta Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2016 12:30 Grímur og Grímar í Palm Springs. vísir Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira