Hrefnu á grunnslóð fækkar mikið Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Á Hvalasafninu í Reykjavík er að finna eftirmyndir í raunstærð af hvölum þeim sem er að finna í hafinu við Ísland. vísir/vilhelm Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“ Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“
Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira