Gæði frumgreinanáms Guðríður Arnardóttir skrifar 13. ágúst 2015 00:01 Árið 2012 lét Ríkisendurskoðun gera úttekt á frumgreinakennslu í íslenska skólakerfinu. Í úttektinni komu í ljós nokkrir vankantar á frumgreinanáminu sem Félag framhaldsskóla hafði áður látið í ljós. Með styttingu námstíma til stúdentsprófs og þeim fyrirhuguðu breytingum á framhaldsskólakerfinu að nemendur eldri en 25 ára geti ekki stundað þar nám til stúdentsprófs má búast við að þessir vankantar aukist enn frekar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að frumgreinanámið lýtur ekki yfirstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytis, eins og almennt framhaldsskólanám, fellur hvorki undir lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og lýkur ekki með formlegu framhaldsskóla-, starfsréttinda- eða stúdentsprófi. Frumgreinanámið byggir þvert á móti á ákvæðum laga nr. 63/2006 um „aðfaranám fyrir einstaklinga sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla“ og í þeim lögum er ekki að finna nein gæðaviðmið fyrir frumgreinanám. Upphaflega var frumgreinanámið hugsað sem sértækt úrræði fyrir lítinn og afmarkaðan hóp iðnskólagenginna einstaklinga sem hugðu á verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi en skorti faglegan grunn, einkum í stærðfræði og eðlisfræði. Meginfyrirmynd þess voru undirbúningsnámskeið danskra tækniháskóla með þeim tilgangi fyrst og fremst að veita aðgang að verk- og tæknifræðinámi. Almennir háskólar meta það ekki sem fullnægjandi inntökuskilyrði nema í undantekningartilvikum. Nú þegar fyrir liggja aðgangshindranir 25 ára nemenda í framhaldsskóla landsins er mikilvægt að þau úrræði sem þeim bjóðast séu ekki lakari og uppfylli gæðaviðmið. Eins og staðan er núna bjóða nokkrir aðilar, m.a. háskólarnir, upp á nám á framhaldsskólastigi án eftirlits, skipuleggja innihald þess og verðleggja að geðþótta. Í dag fer frumgreinanámið ekki að neinum lagakröfum um menntun og réttindi kennara og ekki er gengið úr skugga um hvort starfskjör leiðbeinenda standist viðmið um lágmarkskjör í samræmi við kjarasamninga um starfskjör í kennara. Félag framhaldsskólakennara telur stöðu frumgreinanáms á Íslandi afar slaka og lýsir efasemdum um að slíkt nám eigi að lúta markaðslögmálum. Sé það vilji stjórnvalda að einkavæða hluta menntakerfisins verður í það minnsta að setja um slíkt lágmarks gæðaviðmið. Félag framhaldsskólakennara óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra þann 20. maí sl. og hefur lýst sig reiðubúið að leggja fram tillögur að úrbótum á grundvelli ábendinga Ríkisendurskoðunar svo bæta megi lagaumgjörð frumgreinanámsins, m.a. að framhaldsskólakennarar með tilskilda menntun og réttindi samkvæmt lögum annist kennsluna. Er það von okkar að ráðherra bregðist við og hefji vinnu við mótun laga um frumgreinakennslu sem tryggir gæði námsins til jafns við nám á framhaldsskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Árið 2012 lét Ríkisendurskoðun gera úttekt á frumgreinakennslu í íslenska skólakerfinu. Í úttektinni komu í ljós nokkrir vankantar á frumgreinanáminu sem Félag framhaldsskóla hafði áður látið í ljós. Með styttingu námstíma til stúdentsprófs og þeim fyrirhuguðu breytingum á framhaldsskólakerfinu að nemendur eldri en 25 ára geti ekki stundað þar nám til stúdentsprófs má búast við að þessir vankantar aukist enn frekar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að frumgreinanámið lýtur ekki yfirstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytis, eins og almennt framhaldsskólanám, fellur hvorki undir lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og lýkur ekki með formlegu framhaldsskóla-, starfsréttinda- eða stúdentsprófi. Frumgreinanámið byggir þvert á móti á ákvæðum laga nr. 63/2006 um „aðfaranám fyrir einstaklinga sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla“ og í þeim lögum er ekki að finna nein gæðaviðmið fyrir frumgreinanám. Upphaflega var frumgreinanámið hugsað sem sértækt úrræði fyrir lítinn og afmarkaðan hóp iðnskólagenginna einstaklinga sem hugðu á verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi en skorti faglegan grunn, einkum í stærðfræði og eðlisfræði. Meginfyrirmynd þess voru undirbúningsnámskeið danskra tækniháskóla með þeim tilgangi fyrst og fremst að veita aðgang að verk- og tæknifræðinámi. Almennir háskólar meta það ekki sem fullnægjandi inntökuskilyrði nema í undantekningartilvikum. Nú þegar fyrir liggja aðgangshindranir 25 ára nemenda í framhaldsskóla landsins er mikilvægt að þau úrræði sem þeim bjóðast séu ekki lakari og uppfylli gæðaviðmið. Eins og staðan er núna bjóða nokkrir aðilar, m.a. háskólarnir, upp á nám á framhaldsskólastigi án eftirlits, skipuleggja innihald þess og verðleggja að geðþótta. Í dag fer frumgreinanámið ekki að neinum lagakröfum um menntun og réttindi kennara og ekki er gengið úr skugga um hvort starfskjör leiðbeinenda standist viðmið um lágmarkskjör í samræmi við kjarasamninga um starfskjör í kennara. Félag framhaldsskólakennara telur stöðu frumgreinanáms á Íslandi afar slaka og lýsir efasemdum um að slíkt nám eigi að lúta markaðslögmálum. Sé það vilji stjórnvalda að einkavæða hluta menntakerfisins verður í það minnsta að setja um slíkt lágmarks gæðaviðmið. Félag framhaldsskólakennara óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra þann 20. maí sl. og hefur lýst sig reiðubúið að leggja fram tillögur að úrbótum á grundvelli ábendinga Ríkisendurskoðunar svo bæta megi lagaumgjörð frumgreinanámsins, m.a. að framhaldsskólakennarar með tilskilda menntun og réttindi samkvæmt lögum annist kennsluna. Er það von okkar að ráðherra bregðist við og hefji vinnu við mótun laga um frumgreinakennslu sem tryggir gæði námsins til jafns við nám á framhaldsskólastigi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun